Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 147
Rímur af honum Vendelbó. (vm.au
MANSÖNGUR.
Heyrðu, Iðunn mittismjó,
magnaðu lygnan Boðnarsjó,
„eignarhaldi jeg á þig sló“
ðrnin þegar leirnum spjó.
Ot af minni andans kró
altaf streyma ljóðin nóg,
bundinn samt í báða skó
við bisnessinn og Gúttíó.
Pegasuss jeg plötur sló,
prýðilegan á Balbíó
út í djúpið enn jeg dró,
og ætla að kveðja Vendelbó.
Legg jeg hönd á helgan plóg,
heilann legg í bleyti,------þó;
vel skal „ort“ um Vendelbó,
því vitið hef jeg til þess nóg.
Jeg á stolnum fjöðrum fló,--------
— en flest er gott um Vendelbó, —
„væri ísland undir sjó“
upp úr mundi hann standa þó.
Oft sá lenti í úfnum sjó,
af því fjekk hann stundum nóg,
„upp á sína árakló“
íslandsfólkið loks hann dró.
Jeg kyntist honum — korríró —
á knalli upp í Vatnaskóg.
„Frá örlögunum enginn fló“
um það syng jeg: Diffidó.
Mjer varð bæði um og ó,
er jeg sá að Vendelbó,
„alla daga andann dró,
aldrei fær sú vættur nóg“.
„Þó menn sæki skjól í skóg
og skiprúm kannske hafi nóg“,
ekki er að tvíla „eðlið þó,
undir niðri í Vendelbó".
Altaf var hann aflakló,
eins á landi og grænum sjó,
um aura mig hann aldrei sló,
þó af þeim hefði jeg stundum nóg.
SLÆMURINN.
Gott er að hafa gler í skó,
gapastokk og flammingó,
yrkisefni altaf nóg,
andagift og rímsnild þó.
í frosti er vont að væta skó,
þó verði það sumum stundarfró,
kannske það sje komið nóg
af kjaftaæðinu um Vendelbó.
Konsúllinn er kominn í ró,
kvæðið mun hann lesa þó,
fyrst hann eigin sigldi sjó,
og svona’ úr vorum greipum smó.
MÓRALLINN.
„Komstu nú úr rölti í ró,
frá Reykjavík“ til Egyptó,
hugsaðu um þinn heiður þó,-------
hættu að yrkja.------Þetta er nóg.
P. J. f. Hjh. (Lex. Poet. Sp.)
143