Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 11

Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 11
Jóhannes frá Asparvík: Framtal í Kaldrananeshreppi árið 1866 Þegar lesið er framtal í Kaldrananeshreppi, 110 ára gamalt, þá gerir lesandinn sér að sjálfsögðu mjög takmarkaða grein fyrir því, hverjir það eru, sem hér koma við sögu og kannski enn síður grein fyrir þeim, næstum ævintýralegu breytingum, er orðið hafa á búskaparháttum, síðan þetta var. Við lestur framtalsins sést, að þessir bændur hafa haft mjög smá bú, næstum ótrúlega smá. Vera má, að ekki hafi allar skepnur verið taldar fram, um það felli ég engan dóm, en hitt er augljóst, að fólk hefur ekki getað lifað af þessum búskap, jafnvel þó ýtrustu sparsemi væri gætt. Skýringin á því, hvernig fólkið lifði hlýtur að vera sú, að fiskur hefur verið aðal matbjörg heimilanna. Að vísu voru fráfærur þá á hverjum bæ og sumarnyt ánna safnað til vetrarins og hefur það verið gott búsílag. Einnig voru hákarlaveiðar mikið stundaðar og færðu þær líka drjúga björg, þar sem var hertur hákarl og lýsið, en harðfiskurinn hlýtur að hafa verið aðal bjargræðið. Ég ætla til gamans að segja nokkur deili á þessum bændum, sem upptaldir eru á framtalinu og nafngreina nokkra afkom- endur þeirra. Kaldhakur í Kaldbak bjó Jón Bjarnason. Hann bjó þar frá 1860 til æviloka 23 ág. 1884. Kona Jóns var Guðrún Pálsdóttir í Kaldbak, Jóns- sonar. Börn þeirra, sem giftust voru 1. Guðjón í Kaldbak faðir Páls er lengi bjó á Eyjum og þeirra systkina. og 2. Sigríður kona Sigurðar Stefánssonar á Brúará, móðir Jóns á Bjarnarnesi og systkina þeirra.

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.