Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 16

Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 16
víðar. Kona hans var Guðrún Sigfúsdóttir á Skarði, Guð- mundssonar. Synir þeirra Guðmundur á Hafnarhólmi (barnlaus) og Jón í Asparvík. 2. Jón Amgrímsson, Jónssonar í Krossnesi. Bóndi á Skarði 1860 til 1888. Síðan bóndi á Svanshóli til æviloka 13. febr. 1894. Kona hans var Guðríður Pálsdóttir frá Kaldbak, Jónssonar. Börn þeirra. Arngrímur í Reykjavík, Jóhann á Kleifum á Selströnd, Sigrún bústýra á Bassastöðum, Ingimundur á Svanshóli, Elísabet, átti Sæmund Jóhannsson í Aratungu, Guðríður, átti Áskel Pálsson á Bassastöðum, Halldór á Kaldrananesi og víðar. Bakki Þar bjó Ólafur Jónsson, Jónssonar á Víðivöllum. Bóndi eða húsmaður á Bakka 1866 og 1867. Fyrri kona Ingibjörg Björns- dóttir frá Bjarnarnesi, Björnssonar. Dóttir þeirra var Magndís, átti Benjamín Ólafsson á Ásmundarnesi. Seinni kona hans var Valgerður Björnsdóttir, alsystir fyrri konunnar. Meðal barna þeirra var Ólafur, fór til Vesturheims, varð bankaeigandi og stjórnaði bankanum. Glæsilegur maður og mikils metinn. Kaldrananes. Þar var þríbýli. 1. Jón Guðmundsson, Guðmundssonar á Kaldrananesi. Bóndi á Kaldrananesi frá 1852 til æviloka 7. maí 1887. Kona hans var Ingibjörg Einarsdóttir frá Víðivöllum, Jónatanssonar. Börn þeirra. Lýður á Kaldrananesi og víðar, Kristín, átti Björn Björnsson á Hólmavík, Þorbjörg, átti Eyjólf Stefánsson frá Hrófá, Guðrún, átti Halldór Jónsson á Kaldrananesi, Ingi- björg, átti Kjartan Ólafsson á Kaldrananesi. 2. Árni Guðmundsson, Guðmundssonar á Kaldrananesi. Bóndi á Kaldrananesi frá 1855 til æviloka 23. des. 1884. Kona hans var Anna Guðmundsdóttir á Kaldrananesi, Arasonar. Þau voru barnlaus. 14

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.