Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 23

Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 23
Svo þurfti hann Steini líka að hlusta á ána — og bárurnar — og gargið í kríunni og ú-ið í æðarfuglinum. En fyrst og fremst ána. „Heyrirðu ekki að áin syngur?“ hvíslaði hann þar sem hann sat fremst á klapparnefinu. Ojú, víst heyrði ég sönginn, svaraði ég, mikil ósköp. Það sem fólkinu fannst erfiðast við okkur var sífelld árátta að ráfa frá bænum. Það hefir sjálfsagt verið undan mínum rifjum runnið, ég hef alla tíð verið haldin ólæknandi flökkunáttúru. Við hræddum næstum lífið úr mæðrum okkar og fjölskyldurnar urðu að þjóta til að leita okkar í dyrum og dyngjum, sem svo birtumst á ólíklegustu stöðum, undrandi á þessum látum og fyrirgangi. Til dæmis, eitt sinn um haust er verið var að sjóða slátur, fór Steini til mömmu sinnar og bað hana að gefa okkur slátur í nesti, við ætluðum að fara að smala. Hún hélt auðvitað að við ætluðum að smala hornunum okkar og gaf okkur vænan blóðmörskepp. Með hann undir burunni örkuðum við út með firðinum. Kindur sáum við af og til og eltum þær spölkorn, en höfðum ekki skipgang á við þær, svo þar skildi með okkur og þeim. Á þessu gekk lengi eða þar til Steini fann kassa sundur- liðaðan í fjörunni og þar fengum við hlöðugafl, sem okkur van- hagaði um. Þá var nú sjálfsagt að snúa við, enda höfum við verið komin út undir Borgir, næsta bæ, og búin að lafast 3-4 km. Töluvert var tekið að rökkva og ég var farin að verða smeyk við bárurnar, sem skullu víða upp að fótunum á okkur og mér fannst alltaf vera að stækka. En áfram mjökuðumst við heim á leið og það var eins og við manninn mælt við túngirðinguna mættum við þeim fyrsta úr björgunarsveitinni. Auðvitað var lesið svikalaust yfir okkur og allt fór fram með sama hætti og áður, ég beljaði og hrein eins og belgurinn þoldi, en Steini kreisti saman augun og munn, en tárin hrundu niður á peysuna hans. Það sem fólkið var hræddast við var að við flæktumst i veg fyrir kýrnar frá Borgum, en með þeim var mannýgur tarfur og var óskemmtilegt að hugsa til þeirra sam- funda, enda var það hræðslan við bola, sem læknaði okkur af flakkinu. Vordag einn um sauðburðinn lögðum við af stað sem fyrri og 21

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.