Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 32

Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 32
Faðir Kristínar var Þorsteinn Sigurðsson bóndi í Litlu-Ávík (1868-1887). Móðir Kristínar var Guðbjörg Árnadóttir. Börn Guðbjargar og Þorsteins voru Kristín, Guðrún, Árni, húsmaður í Litlu-Ávík, Guðbjörg og Jón, sem var fyrri maður Júlíönu Guðmundsdóttur frá Kjós. Þorsteinn Sigurðsson var hinn prýðilegasti sjómaður og sótti sjó af atorku og dugnaði og lengi var hann skipstjóri, aðallega á skútu, sem hét Lydíana og hlekktist honum aldrei á, þótt ó- lærður væri. Þorsteinn og fleiri Árneshreppsbúar reyndu eftir föngum að bæta kjör sín með sjósókn, bæði til að afla heimilum sínum viðurværis og ef til vill einhverra tekna, sem þá voru víðast hvar mjög af skornum skammti þrátt fyrir þrotlaust strit og fullan vilja á því að sjá sér og sínum farborða. Þorsteinn missir svo Guðbjörgu konu sína 5. apríl 1886 og er Kristín þá 18 ára. Þorsteinn mun hafa hætt búskap ári síðar og munu börnin þá hafa verið vistuð hér og þar, svo sem títt var í þá daga og byrjaði þá brauðstrit hvers og eins svo sem hann hafði afl og atgjörvi til, um kaup þýddi lítið að tala, það höfðu ekki aðrir en þeir, sem algjörlega sköruðu fram úr með dugnað, eða ekki sem teljandi væri. En mikið var lagt upp úr því að komast á heimili þar sem nóg var að bíta og brenna eins og það var orðað. Þó býst ég við að húsbændur hafi orðið að skóa hjú sín því í þann tíð þekktist ekki annað skótau en skinnskór. Þó gat á ýmsum bæjum fyrirfundist sönn heimilisánægja þrátt fyrir kröpp lífs- kjör. Ef til vill sannari en nú á öld allsnægtanna, þar sem engum finnst hann hafa nægilegt og hraðinn og hávaðinn er svo mikill í kapphlaupinu við lífið og lífsgæðin, að fæstum virðist þeir nokkurn tíma mega eiga rólega stund öðruvísi en að vera að stela henni úr sjálfs síns hendi. Kristín Þorsteinsdóttir (eða Stína mín, eins og ég alltaf kallaði hana og eins og hún mun alltaf verða i mínu minni) lenti strax í flokki þeirra, sem afburða duglegir þóttu, mig minnir að hún hafi byrjað sinn vinnuhjúa feril í Veiðileysu, en nokkuð fljótlega mun hún hafa vistað sig í Drangavík hjá Friðrik Jóhannessyni bónda þar. Þar dvaldi hún samfleytt í ellefu ár. Ef til vill ætti ég 30

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.