Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Síða 33

Strandapósturinn - 01.06.1978, Síða 33
einmitt hér að gefa nokkra lýsingu á persónuleika Kristínar. Hún var kona mjög smá vexti, (ekki hærri en 150 cm), reyndar var hún nokkuð bogin í baki frá því ég man hana fyrst, en hún var þéttvaxin og kraftaleg og smávöxnu hendurnar hennar, sem voru mikið bognar af hörðum átökum við æfilangt strit, voru sterklegar og ótrúlega liprar. Hress og kát var hún í öllu dagfari sínu og því oft glatt á hjalla þar sem Stína var nærstödd. En eitt var það í fari Stínu, sem algjörlega einkenndi hana og öllum hlýtur að vera minnisstætt, sem enn þá muna eftir henni. Hún var svo frá á fæti að segja má að utanhúss hafi hún aldrei gengið, hún hljóp, að minnsta kosti við fót. Innanhúss var hún einnig mjög kvik í öllum hreyfingum og eldsnögg að hefjast handa með hvert það verk er hún tók sér fyrir hendur, enda átti hún bágt með að þola allt seinlæti og deyfð, mér er því ljóst að þegar Stína var ung stúlka hlýtur hún að hafa verið lagleg (enda hefur mér verið sagt svo), teinrétt og nett á fæti glaðleg og kvik í öllum hreyfingum, menntun hafði Stína ekki mikla fremur en flest fólk þessa tíma. Hún var vel stautlæs og gat skrifað nafnið sitt og var nokkurnveginn sendibréfs fær. Góða eðlisgreind hlýtur Stína að hafa haft, því hún gat oft verið mjög hnyttin í tilsvörum. Og eitt er víst, hin erfiða lífsbarátta hennar hafði kennt henni í ríkum mæli þau hyggindi sem í hag koma, eða eins og hún oft orðaði það sjálf „Það er aumt að deyja ráðalaus á þurru landi“. Ur því ég er nú farin að lýsa því hversu fótfrá Stína var, er rétt að láta það fylgja að oft var hún kölluð „fljóta Stína“, og til gamans vil ég geta þess að þá nafnbót mun hún hafa öðlast er hún þreytti kapphlaup við hest er hét Spilandi og var eigandi hans Jón Jörundsson á Reykjanesi. Spilandi þótti einn besti hestur er þá var til í Víkursveit. Er þetta gjörðist var Stína ung stúlka í Litlu-Ávík og mun kapphlaupið hafa farið fram frá Reykjanesi að Litlu-Ávík eða öfugt. Jón hafði heyrt þess getið hversu Stína var fljót að hlaupa og brá á gaman við hana hvort hún héldi að hún hefði við honum Spilanda sínum. Stína sagðist nú vart gjöra ráð fyrir því, en reyna mætti það þessa bæjarleið, en áskildi sér rétt til að fara beint af augum, en Spilandi og Jón götuna, fannst Jóni það sjálfsagt. Lögðu þau svo samtímis af stað 31 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.