Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 36

Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 36
Kúvíkum, en móður minni held ég að hann hafi aðallega kynnst í gegnum einhver lóðakaup í Kjósarlandi, þó held ég ekki að hann hafi verið að kaupa þessar lóðir sjálfur (nema þá eitthvað lítilsháttar), heldur hafi hann verið milligöngumaður fyrir aðra aðila er búsettir voru í Reykjavík. Faðir minn var eyfirskur að ætt, ættaður frá Skáldsstöðum í Eyjafirði, var sá bær framarlega í Eyjafirði. Pabbi minn var ekkjumaður og hafði eignast einn son, Sigurð P. Jónsson, en missti konu sína Ingibjörgu Þorgrímsdóttur þegar hún fæddi drenginn. Sigurður var því algjörlega alinn upp hjá Sigurgeir Daníelssyni á Sauðárkróki og konu hans Jóhönnu, en Sigurgeir var albróðir föður míns. Góður vinskapur mun hafa tekist með pabba og mömmu í gegnum þau samskipti er þau áttu, sem leiddi til þess að faðir minn kemur alkominn að Kjós 1917 og giftu þau sig þá um haustið. Oft hugsaði ég um það þegar ég var stelpa, hvort það hafi ekki verið á ýmsan hátt einkennilegt fyrir pabba að setjast að í nyrsta hreppi Strandasýslu og giftast mömmu, sem átti 5 börn á ýmsum aldri og semja sig að háttum þessa afskekkta héraðs, seinna þegar ég stækkaði meira heyrði ég líka eitthvað um það að hann hefði verið nokkuð frábrugðinn ýmsum öðrum bændum í skoðunum sínum. Pabbi hafði bændaskólamenntun frá Hólum í Hjaltadal og mörgu er búskap varðaði mun hafa verið hagað nokkuð öðruvísi norðanlands en á Ströndum. Faðir minn hélt fast á sannfæringu sinni hver sem hún var og hefði aldrei látið hlut sinn þegjandi. En það eitt er víst að hjónaband mömmu og pabba var mjög gott og ástsælt og aldrei svo lengi ég fékk að njóta samvista við þau, minnist ég þess að ég hafi heyrt þau deila, þótt ekki hefði þau alltaf sömu skoðanir, margt áttu þau sameiginlegt þó þau væru ólík um margt. I Kjós var heimilisfólk aldrei færra en 10 manns og stundum fleira, gestakomur voru miklar og nutu móðir mín og faðir þess í ríkum mæli að ræða við gesti og veita þeim beina. Trékyllisheiði var oft ekkert lamb að leika sér við og Kjós var heiðarbærinn. Varð því oft að taka á móti mönnum hröktum og köldum, 34

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.