Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 43

Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 43
unnar Hjálmarsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar frá Bæ. Mamma var mjög illa farin á heilsu á þessu tímabili þótt hún næði sér upp síðar og lifði til 88 ára aldurs. Um vorið 1931 tekur því Sörli algjörlega við Kjósarbúi og þau Sigurbjörg giftast, mamma fer á Vífilsstaðahæli og dvelur þar til hressingar nálægt 1 ár. Okkur systrunum ráðstafaði hún eftir bestu getu, en eftir það er okkar bernskuheimili ekki lengur til, Stína mín fylgdi Sörla og fluttist með honum og hans fjölskyldu að Kirkjubóli í Valþjófsdal árið 1944. Sigurbjörgu og Sörla varð átta barna auðið, svo hlutskipti Stínu minnar varð það í ellinni að róa meira og minna með börn, enda ekki orðin til stórtækari verka utan- húss sem áður, þó segja öll börn Sörla, að hafi hún brugðið sér út fyrir dyrastafinn hafi hún alltaf hlaupið, öllum þótti börnunum vænt um hana, en það orð hvíldi á að hún héldi mest upp á Guðríði og hjá henni andaðist hún, en Sörli hefur sagt, að öllum börnunum hafi hún verið innileg og góð. í Valþjófsdal, sem á Ströndum varð hún fræg fyrir sitt dæmalausa kaffi og það svo, að einhver þar vel skáldmæltur orti um, þótt ég því miður kunni ekki kvæðið. Nú hvílir Stína mín í gröf sinni að Kirkjubóli í Valþjófsdal og við hlið hennar önnur mikil dugnaðarkona úr Árneshreppi, Steinunn Hjálmarsdóttir móðir Sigurbjargar, sem var kona Sörla bróður míns. Nokkru eftir fráfall Stínu minnar bjó ég til 3 eða 4 vísur, því alltaf ætlaði ég mér að skrifa eitthvað eftir hana. Ég er nú búin að glata vísunum nema þeirri síðustu, hana man ég enn og mun ég enda þessa frásögn mína með henni. Að síðustu Stína mín, þú sem ert fyrir svo löngu komin yfir landamærin miklu. „Þakka þér fyrir allt“. Afsárri hryggð ég sakna pín seint mun fyllast rúmið auða. Blessuð Stína bíð þú mín bak við gröf og dauða. 41

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.