Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Síða 66

Strandapósturinn - 01.06.1978, Síða 66
maður hennar. Kona Þorgeirs í Hvassafelli var Hallbera Ein- arsdóttir, Arasonar, Þorgilssonar, Arasonar, Mássonar. Þessarar ættfærslu er hér getið til að sýna hve stórættaður Ásgrímur Bergþórsson var og af þeirri frændsemi leiddu tengsl hans og fylgi við Sturlunga. Kona Ásgríms var Margrét Þorbjarnardóttir, Bergssonar og konu hans Oddnýjar Pálsdóttur, Þórðarsonar, Þorvaldssonar, Kjartanssonar. Móðir Oddnýjar var Guðrún dóttir Brands biskups. Amma Oddnýjar var Sigríður dóttir Hafliða Mássonar. Af framanskráðu sést, að þau hjón Ásgrímur og Margrét hafa verið stórættuð. Margrét var skörugleg kona og mun það hafa komið í góðar þarfir, þar sem hún varð að stjórna stóru búi meðan bóndi hennar var í herferðum, fyrst móti Þorvaldi Snorrasyni í Vatns- firði og varð þá að dvelja langdvölum fjarri heimili sínu vegna valds og ofsa Þorvaldar og einnig i mörgum herferðum með frændum sínum Sturlungum. Ásgrímur var vitur maður og talinn forspár. Það kemur þrá- sinnis fram, að Ásgrímur vildi leysa deilur manna og gekk oft hart fram í að leita um sættir. Vegna frændsemi við Sturlunga varð hann oft að vera í her- ferðum með þeim og þá oft á móti vilja sínum. Ásgrímur var valdamaður og einn af höfðingjum þrettándu aldar, svo vinsæll var hann og mikils metinn, að það náði inn í raðir þeirra er hann var í mótgangi við. Hann var foringi og fulltrúi Strandamanna og leituðu þeir hans fulltingis er með þurfti. Svo heiðarlegur var hann, að hann neitaði Þórði frænda sínum um liðveislu, því ekki vildi hann rjúfa eiða sína við Kolbein, þó nauðungareiðar væru. Mér hefur fundist Ásgrímur svo sérstæður persónuleiki á þeirri óöld (Sturlungaöld) er hann lifði á, að gaman væri að minnast hans með því, að draga fram þau brot úr sögu hans, sem tiltæk eru og geta lesendur þá einnig fellt sína dóma um hann. Skal nú fyrst sagt nokkuð frá Jóni presti Brandssyni afa Ás- gríms. Það mun hafa verið um 1173 að prestur sá hélt Stað á 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.