Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 67

Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 67
Reykjanesi, er Jón Brandsson hét. Jón mun hafa haft búsetu á Reykhólum, en þar var byggð kirkja á dögum Ólafs konungs helga. Árið 1180 er Jón Brandsson orðinn prestur á Stað í Steingrímsfirði (Staðastað), því það ár taka þau Jón Brandsson og kona hans Steinunn Sturludóttir við Ingimundi presti Þor- geirssyni, er hann varð skipreika við Reykjanes í Árneshreppi, en Guðmundur Arason fóstri Ingimundar lá þá í fótbroti er hann hlaut við strandið, hjá Snorra bónda Arngeirssyni og kom Guð- mundur ekki að norðan til Staðar, fyrr en tvær vikur voru til páska. Sá vetur var kallaður „Sóttarvetur“. Um sumarið eftir fór Jón prestur Brandsson til veizlu norður til Þingeyra og Guðmundur Arason með honum. Það sumar var kallað „Grasleysissumar“. Sumarið 1182 fór hinn heilagi Þorlákur biskup í fyrsta sinni um Vestfirði. En er hann kom í Steingrímsfjörð, þá hafði hann gististað í Kálfanesi, því að þá var þar nýbyggð kirkja, óvígð. Meðal þeirra, sem voru þar að kirkjuvígslu, voru Jón prestur Brandsson og Brandur Bergþórsson faðir hans, þar voru einnig Ingimundur prestur Þorgeirsson og Guðmundur Arason fóstri hans, er varð síðar biskup og hlaut viðurnefnið „hinn góði“. Þeir urðu mjög góðir vinir Jón prestur Brandsson og Guðmundur Arason hinn góði og dvaldi Guðmundur oft langdvölum á Stað hjá Jóni og síðar hjá Bergþóri syni Jóns. Jón prestur Brandsson andaðist 25. maí árið 1212. Sá vetur var kallaður „Góði vetur“. Bróðir Steinunnar Sturludóttur konu Jóns prests Brandsson- ar, hét Einar, hann dó í Grænlandi. Um dauða hans er frásögn eftir Styrkár Sigmundsson, er kom frá Grænlandi, mikill sagna- maður og sannfróður, að skip þeirra fyndist í óbyggðum heilt, en lið þeirra hefði gengið í tvo staði og barist um það, er fyrr þraut aðra vistir en hina og komst Einar í brott við þriðja mann og vildi leita byggðar og gengu upp á jökla og létu lífið, er dagleið var til byggða og fundust einum eða tveim vetrum síðar. Lík Einars var heilt og óskaddað og hvílir hann á Herjólfsnesi. Jón prestur Brandsson átti son er Bergþór hét og tók hann við prestsskap á Stað eftir föður sinn, fleiri syni átti Jón og voru 5 65

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.