Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 71

Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 71
Þórðar og sagði honum þá sögu, að Kolbeinn drægi lið saman fyrir norðan Húnaflóa og hefði fengið mörg skip og ætlaði að Þórði og halda hið ytra til móts við hann, en sendi nokkuð af liðinu landveg vestur, en ekki vissi Ásgrímur hvoru liðinu Kol- beinn fylgdi, því, sem fór sjóveg, eða landleiðina. Þórði þótti, sem þetta væri kvittur um liðsafnað Kolbeins og væri hann ótrúlegur. Fór Ásgrímur þá heim. Hann hafði lagt sig í mikla hættu með því að vara Þórð við og sýnir það vel skaplyndi hans, að rjúfa ekki eiða sína, en leggja sig í hættu til að reyna að koma í veg fyrir manndráp og blóðsúthellingar á altari valdagræðgi og yfirdrottnunar. Ásgrímur Bergþórsson andaðist árið 1256. Þessi fáu sagnabrot um Ásgrím Bergþórsson segja ekki mikið um ævi hans og einkalíf, en samt má finna í þeim ýmsa þætti í skapgerð hans. Hann er fyrst og fremst maður, sem reynir að bera klæði á vopnin, þó hann, vegna frændsemi við ófriðarmenn væri neyddur til að bera vopn á aðra. Hann er vinsæll og mik- ilsmetinn í sinni heimabyggð, sem annars staðar og segir það nokkuð um manngildi hans. Glöggt má finna á viðbrögðum hans við drápi Klængs Bjarnasonar, hversu mikill skapmaður hann var. 1 kirkjunni á Miklabæ, þegar Sturla Þórðarson kaus hann til griða með sér, sést hversu hann var mikils metinn og kannske enn betur á svari Gissurar, en sagt er að hann játaði því skjótt, þar þurfti ekki umhugsunar eða málalenginga við. Vera má, að einhverju hafi ráðið, er ég tíndi saman þessi sagnabrot um Ásgrím, að hann er fæddur Strandamaður og að hann bjó alla ævi á Ströndum og má hver virða mér það að eigin geðþótta. En staðreynd er það, að á Sturlungaöld, áttu Strandamenn þann höfðingja, er átti mikla vitsmuni og vilja til að lægja þær öldur, sem færðu frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar í kaf, þó hann ætti þar við ofurefli að etja. 69

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.