Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 77

Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 77
og eru samhljóða, en hitt, með ábúandans skuldbindingu á teiknaðri hefur eigandi. 9. Þessu byggingarbréfi til staðfestu, er mitt undirskrifað nafn og hjásett signet. Skarði 4. ágúst 1884. Kjartan Guðmundsson. Þórarinn Hallvarðsson. 0tbyggingarbréf Þar eð Magnús Kristjánsson bóndi á Hafnarhólmi, hefur ekki viljað þettað ár 1894, veita móttöku byggingarbréfi, eða ganga inn á neina skriflega samninga við okkur undirskrifaða eigendur að V\ parti í jörðinni Hafnarhólmi í Kaldrananeshrepp í Strandasýslu, sex hundruð að fornu mati og ennfremur ekki viljað gjalda eftir téðan jarðarpart ákveðna landsskuld, heldur ekki endurbætt neitt af húsum, sem jarðarparti þessum tilheyrir. Þá byggjum við hér með út bóndanum Magnúsi Kristjánssyni og óheimilum honum allt það, sem téðum jarðarparti tilheyrir í næstkomandi fardögum 1895 og má hann búast við, að mega svara fullu álagi á allt það er ofanskrifuðum jarðarparti tilheyrir og ekki er í forsvaranlegu standi, svo framarlega að hann vill ekki veita móttöku byggingarbréfi og ganga inn á skriflega samninga, sem við kunnum að setja honum með byggingarbréfinu. Ásmundarnesi, 1. desember 1894. Guðmundur Kjartansson Jón Kjartansson 75

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.