Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 82

Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 82
sannfæring mín að hér hafi verið „gengin til góðs gatan fram eftir veg“. Ef til vill kemur sá tími að Átthagafélag Strandamanna eign- ast gróðurreit eða sumarheimili á Ströndum heima. Þess verður gott að njóta — en þó því aðeins að innri ylgjafi — að gleðjast saman og vera til, njóti sín á þeim vettvangi, ekki síður en verið hefur við opinn arin á farinni leið. Því er stundum varpað fram, að þeir tali hæst um átthagaást, sem runnið hafi af hólmi frá verkefnunum heima. „Fár veit hvað undir annars stakki býr.“ Það tilheyrir dómi sögunnar hvort sá gagnast betur byggð sinni og þjóð sem situr þrár á þúfunni heima og lætur reka á reiðanum, en hinn, sem beygir hug sinn fyrir rökum lífsframvindunnar og finnur sér starfsvettvang þar sem hann fær betur notið sín — enda nýtur ættarbyggðin, jafnt sem þjóðin öll, góðra verka þeirra sem stór spor stíga. ---------Merkum tímamótum má líkja við sjónarhæð. Það- an skyldu menn svipast um og líta vel til allra átta. 80

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.