Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 84

Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 84
gluggi beint á móti dyrum, borð til hægri handar með 3 skápum og skúffum á milli, efst eru tvær skúffur hlið við hlið, önnur fyrir hnífapör en hin fyrir ýmislegt smádót, þar á meðal skærin, hinar voru undir sokkaplögg, klemmur og klút, sem ég hafði yfir höf- uðið þegar ég fór út og lá hann alltaf ofaná í skúffunni. Alltaf vorum við öðru hvoru að svipast um eftir skærunum og þótti ekki einleikið með hvarf þeirra, þar sem engum gat verið um að kenna nema okkur tveimur. Alltaf voru skúffurnar grun- aðar um að leyna skærunum og var margoft hvolft úr þeim á gólfið og týnt upp í þær aftur, en allt án árangurs, skærin fundust ekki. Svo liðu fjórir mánuðir, þá er það eitt sinn sem oftar að ég var að þvo þvott, ég fór upp í eldhús tilað sækja klemmur og klútinn á höfuðið, þegar ég opna skúffuna liggja skærin ofan á saman- brotnum klútnum. Eg snarstansaði og starði agndofa. Var þetta missýn, eða var þetta raunverulegt, ég þreifaði niður í skúffuna, jú þetta var raunveruleiki, skærin lágu þarna og ég, sem hafði handleikið klútinn svo að segja daglega í margar vikur og aldrei orðið neins vör. „Eg spyr, hvað var hér að verki?“ Þegar Guðmundur maður minn kom inn sagði ég honum frá fundinum og varð hann jafn undrandi og ég. Ætli að blessaðar álfkonurnar hafi ekki vantað skæri og tekið mín traustataki? Ég hallast helst að þeirri skýringu og hafi svo skilað þeim þarna þegar þær þurftu þeirra ekki lengur við og var þeim það meira en velkomið. Seinna töpuðust skærin alveg og hef ég ekki séð þau síðan. Sé eitthvað dularfullt við þetta, sem ég efa ekki, þá óska ég að þær njóti þeirra vel og lengi. 82

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.