Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 17
Stefán Gíslason, sveitarstjóri
Hólmavík:
Fréttir að
heiman 1993
Hér er á ferðinni enn einn pistillinn um atburði á Ströndum, að
þessu sinni að liðnu ári 1993. Þessi pistill er sá sjöundi í röðinni frá
minni hendi, formið er það sama og áður, og innihaldið svipað, en
þó eru engin tvö ár eins. Allt breytist í tímans rás.
A það ber að minna sem fyrr, að pistlar af þessu tagi bera ekki
með sér neina fullkomnun. Sá sem skrifar, stendur jafnan frammi
fyrir þeim vanda, að ákveða hvað skuli tíundað og hvað ekki, og í
síðari flokkinn fellur sjálfkrafa allt það sem viðkomandi frétti
aldrei af. Þeir sem lesa, hljóta á hinn bóginn jafnan að sakna
frásagna af einhverju sem þeim er minnisstætt, en furða sig jafn-
framt á óþarfri umfjöllun höfundar um lítils verða atburði liðins
árs. Þarna endurspeglast mismunandi gildismat fólks, og jafn-
framt sá fjölbreytileiki sem gerir mannlífið svo dýrmætt sem það
er.
Árferði
I ársbyrjun 1993 var talsverður snjór á jörðu, og hélst hann út
janúar. í febrúar var umhleypingasamt og gekk þá mjög á snjó-
inn, eins og oft áður í þeim mánuði. Marsveðrið var hið dærni-
15