Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 47

Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 47
Torfi Guðbrandsson: Milli heims og heljar Atburður sá, sem hér verður sagt frá, gerðist skömmu fyrir páska árið 1910. Arla morguns söðlaði bóndinn á Hvalsá í Kirkjubólshreppi hest sinn og reið eins og leið liggur inn með Streingrímsfirði. Hann hét Magnús Jónsson og var þá 37 ára gamall. Magnús hafði tekið daginn snemma, því að hann átti langa leið fyrir höndum, ætlaði suður yfir Tröllatunguheiði að Valshamri í Geiradal til að flnna Kristmund Jónsson bróður sinn. Þegar Magnús kom að Þorpum, sem er næsti bær, slóst húsfreyjan þar, Elínborg Benediktsdóttir í för með honum og reið í söðli eins og þá var títt. Elínborg, sem var á fimmtugsaldri, átti erindi við Valgerði dóttur sína, er þá bjó í Bæ í Króksfirði. Veðri var svo háttað, að það var suðvestan rosi og asahláka. Allar ár og lækjarsprænur voru því í foráttuvexti. Þegar þau Elínborg og Magnús komu að vaðinu á Heydalsánni leist þeim ekki á blikuna, því að svo mikið straumkast var í ánni að hún virtist ófær. En í stað þess að hverfa heim að svo búnu vildi Magnús kanna, hvort unnt væri að komast yfir þennan fyrsta farartálma þeirra á Sjóarvaðinu. Riðu þau því niður með ánni að ósnum og könnuðu aðstæðurnar. Sýndist Magnúsi, að þar væri áin fær og ráðgaðist við Elínborgu um yfirreiðina. Magnús reið ljósri hryssu, sem var fylfull og hét Snotra. Ferða- félagi hans sat einnig á hryssu, er kölluð var Hosa. Var hún brún og með hvíta fætur. Er nú ekki að orðlengja það, að Magnús leggur í ósinn á Snotru sinni og Elínborg fylgir honum hiklaust eftir á sínum hesti. En Sjóarvaðið var dýpra en Magnús hugði og áður en varði var Snotra komin á hrokbullandi sund og barst fyrir straumi og vindi út úr ósnum frá landi án þess að Magnús fengi við nokkuð ráðið. Af Elínborgu er það að segja, að hún gaf Hosu sinni, sem einnig var komin á sund, strax lausan tauminn og lét hana ráða ferðinni. 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.