Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Síða 48

Strandapósturinn - 01.06.1993, Síða 48
Og það var engu líkara en hryssan hefði mannsvit, því að jafn- skjótt og Magnús hafði ekki lengur vald á ferð sinni skynjaði hún hættuna og sneri við til sama lands. Kastaðist hún við það á hliðina á sundinu og flaut Elínborg þá úr söðlinum. En hún hafði góða handfestu og lá þversum yfir hryssuna, sem náði landi á hliðar- sundi, skammt fyrir utan ósinn. Romust þær brátt upp fjöruna og voru þá úr allri hættu. Var þetta afrek þeirra beggja vel af sér vikið, þar sem bæði reyndi á kjark og dugnað, en Elínborg var síst af öllu að hugsa um það á þessari stundu. Það tók á taugarnar að sjá manninn berast lengra og lengra frá landi án þess að fá nokkra rönd við reist. Augu hennar hvimuðu ýmist út á sjóinn eða upp til bæjanna hinum megin við ána. Vonlaust var að hrópa á móti veðrinu og reyna að vekja á sér athygli á þann hátt, enda var vegalengdinalltoflöngtilaðþaðbæri árangur. — Nei. — Magnús átti sér auðsjáanlega enga lífsvon. Honum gat ekkert orðið til bjargar — nema kraftaverk. Um þær mundir var tvíbýli á Heydalsá. Ásgeir Ásgeirsson, síðar tengdafaðir Péturs biskups Sigurgeirssonar og Guðbjörg Björns- dóttir fyrsta kona hans bjuggu í Heydalsárskólanum efst í túninu, þar bjó einnig skólastjórinn, Sigurgeir Ásgeirsson. En í torfbæn- um, sem stóð á gamla bæjarhólnum, bjuggu þau Jón Þorsteins- son1’ og Guðbjörg Jónsdóttir, systir Magnúsar á Hvalsá. Móðir þeirra systkina, Solveig Bjarnadóttir, 67 ára, var þá líka á Hey- dalsá í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar. Meðal vinnuhjúa hjá þeim var unglingsstúlka, Kristín Jónsdóttir að nafni, er síðar átti lengi heima á Víðidalsá og var þekkt undir nafninu Stóra-Stína. Hafði hún þá nýlega eignast góðan grip, er hún skildi sjaldan við sig. Var það vasahnífur og kemur hann við þessa sögu. Fleira fólk bjó í gamla bænum á Heydalsá en ekki skal frásögnin tafin með því að nafngreina það. — Jafnskjótt og fólki á staðnum varð kunnugt um þá atburði, sem gerst höfðu við ósa Heydalsárinnar var uppi fótur og fít á bæjunum og áður en varði voru allir þeir, sem færir voru, á harðahlaupum niður túnið og inn grundirnar, fjögur- til 11 Jón Þorsteinsson bjó síðar á Gestsstöðum með fjölskyldu sinni. 46 j
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.