Strandapósturinn - 01.06.1993, Blaðsíða 52
HJÁLMAR R. BÁRÐARSON:
Inngangsorð greinar
eftir Bárð G. Tómasson
Á æskustöðvum við
Steingrímsfjörð
Bárður G. Tómasson, skipaverkfræðingur, fæddist á Hjöllum í
Skötufirði í Norður-ísaijarðarsýslu 13. mars 1885 og andaðist 10.
júlí 1961 á ísafirði. Foreldrar hans voru Tómas Tómasson, bóndi
og sjómaður og Guðrún Bárðardóttir frá Hvammi í Dýrafirði,
Jónssonar. Bárður fluttist barn að aldri með móður sinni til Kolla-
ijarðarness í Strandasýslu og ólst þar upp hjá móðurbróður sínurn
Guðmundi Bárðarsyni, sem var orðlagður athafna- og hagleiks-
maður. Hjá honum kynntist Bárður m.a. bátasmíði, en Guð-
mundur var bæði frábær bátasmiður og mikill verkhyggjumaður í
öllum vinnubrögðum við búskapinn. Guðmundur Bárðarson
hafði gengist fyrir að settur var á stofn og starfræktur unglinga-
skóli, Heydalsárskólinn. Þegar Bárður hafði verið á Kollafjarðar-
nesi í 15 ár og lokið námi í Heydalsárskólanum, hafði hann ákveð-
ið að gera skipasmíði að æfistarfi. En í því efni hafði hann hug á að
komast til nárns í srníði þilskipa. Hann fluttist því 18 ára gamall til
Isafjarðar og vann þar einn vetur við þilskipaviðgerðir.
Haustið 1904 siglir Bárður svo frá Isafirði til Danmerkur til
náms í tréskipasmíði í Frederikshavn. Að loknu sveinsprófi þar
hóf hann nám í Helsingör Tekniske Skole, og lýkur þar prófi sem
skipatæknifræðingur, en þar er um að ræða stálskipasmíði. Síðan
fer Bárður til Englands, þar sem hann lýkur námi sem skipaverk-
fræðingur, og starfar þar nokkur ár við hönnun stálskipa. Frá
Englandi siglir Bárður svo aftur til Danmerkur í fyrri heimsstyrj-
öldinni og hyggur á heimferð til íslands. Frá Danmörku fer hann
til Osló og beið þar um hríð eftir tækifæri til að komast til íslands. í