Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 59

Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 59
áður voru. Þarna voru rnargir drengir og stúlkur við nám, sjálf- sagt þröngt setið, en þó mikið lært á skömmum tíma hjá Sigurgeiri Ásgeirssyni. Má víst telja þekkingu fjölda fulltíða rnanna og kvenna ávöxt þessa heimavistarskóla. Nú er husnæði skólans not- að til barnakennslu og fundarhalda, en auk þess er lítið herbergi notað fyrir bókasafn hreppsins. Skólabrekkan var þar sem, og eins og hún áður var. Aðeins vantaði snjóinn í hana til þess að fullkomna þá endurminningu, sem ég hafði geyrnt urn hana. En förinni var heitið lengra, og við fórum að hugsa til ferðar, en fyrst skyldi útbúa flöskubréf, sem við ætluðum að skilja eftir í Hvalsárdal, til minningar um heimsókn okkar þangað. I þessu skyni hafði ég tekið með mér flösku frá Hólmavík, og hjá Guð- brandi á Heydalsá var látið blað í flöskuna og áletrað svohljóð- andi: „Smalar á Hvalsárdal frá 1889 til 1900; Magnús Jónsson, Júlíus Árnason, Bárður G. Tómasson, Guðjón Jónsson, staddir á sarna stað 15. júní 1934.“ Síðan var flöskunni lokað vandlega, húsfreyj- unni og húsbóndanum þakkað fyrir gestrisnina og riðið af stað kl. 4 e.h. Hópurinn fylgdist nú allur að, þar til vegurinn lá ofan að Smáhömrum að Matthildur fór „heim“ til sín, en við riðum áleiðis út Gálmaströnd. Hún var sjálfri sér lík með öllurn sínum náttúru- fyrirbærum. Þar eru klettar, grundir, buðlungar, drangar og draugar, — alveg eins og leitardaginn, þegar féð var rekið heim frá Kirkjubólsrétt í draugalegu haustmyrkrinu og þegar hópur ungra manna og kvenna reið til Tungukirkju á sólríkum sumar- degi. Nú nálgast hið „fyrirheitna land“. Fyrst sést Eyjan og við Hvalsárdrang sést heim að Kollaijarðarnesi. Ekki var þó farið þangað að svo komnu, heldur voru klárarnir, eins og vant var, látnir spretta úr spori á þessum stað, en beygt upp yfir dysin upp með Hvalsártúni utanverðu og fram á dalinn. Frá hvaða tíma þessi dys eru, er mér ekki kunnugt um, en Guðmundur G. Bárðarson gróf í þau með aðstoð okkar yngri strákanna, en við fundum ekkert nema þunnt dökklitað lag í mölinni, sem tákn þess að óra langur tími hafi verið síðan menn 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.