Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Side 66

Strandapósturinn - 01.06.1993, Side 66
kring um eyjuna og settumst sunnantil í Kothólinn. Var þaðan gott að sýna og sjá, rifja upp gamlar endurminningar um alla þá skurði og garða, sem kostað hafa svo mörg handtök Guðmundar Bárðarsonar og hans manna. Hallamælingarnar gerði Grímur Ormsson. A meðan við sátum á Kotinu bar fyrir okkur fögur sjón, hópur ungra manna og kvenna sveitarinnar. Það var Ungmennafélagið, sem stóð fyrir skemmtiferð, og okkur taldist til að þar væru 32 piltar og stúlkur, en miklu fleiri hestar. Var þessi hópur allur úr Tungusveitinni. Atti að leika fótbolta á Fellseyrum og sennilega hitta þar unga fólkið úr Kollafirðinum. Því næst skyldi riðið út að Broddanesi og gengið á Ennishöfða. En veðrið var svo slæmt, að í stað þess að ganga á höfðann, mun hafa verið riðið út að Stiga. Margt í þessum hópi mun hafa verið synir og dætur minna gömlu æskuvina. Við fórum nú heim og borðuðum miðdegisverð. Þótti mér þá vænt urn að heyra frú Guðnýju láta í ljósi hve oft væri fallegt á Kollafjarðarnesi. Eg óskaði þess að hún og maður hennar mættu eignast jörðina, svo að hún yrði þeirra óðal. Eins og málum nú var háttað fengi hvorki hún, né neitt af þeirra fólki, að njóta þess, sem jörðinni hafði verið gert til góða, ef maður hennar félli frá. Að miðdegisverði loknum kom prófasturinn, séra Jón loks úr embættisferð sinni, svo að mér gafst of stuttur tími til að tala við hann um fólk og umhverfi, því við vorum búin að gera ráð fyrir að láta sækja okkur frá Broddanesi klukkan 2 síðdegis. Enda stóð ekki á því að minn gamli kunningi Jón Þórðarson og sonur hans Þorsteinn lentu í Pálsnausti klukkan 2. Við kvöddum því hús- bændur og hjú, en síðast og ekki síst kvaddi ég Kollafjarðarnes, — „þar er allt sem ann ég, þar er mitt draumaland...“ Við sigldum nú í blásandi byr yfir Qörðinn, alveg eins og svo oft forðum daga. í lendingunni á Broddanesi þekkti ég mig. Þar voru bátar, selur og sömu föng og áður var, en heima fannst mér allt breytt. Þar voru nú komin ótal hús, mikið umgirt land í ræktun sunnan við túnið og ýmsar fleiri breytingar. Ég þekkti þó húsfreyjuna Guð- björgu Jónsdóttur og dóttur hennar Sigríði, sem verið hafði á 64
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.