Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 69

Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 69
kannaðist þó bráðlega við „nafn og númer“ á sendingunni og bauð okkur til stofu og þar að vera urn nóttina. Eftir skamrna stund kom húsfreyjan, Jensína Guðmundsdóttir, frá Ófeigsfirði og ekki leið á löngu þar til borðið var alskipað hinum rausnarleg- ustu vistum, engu líkara en von hefði verið á fimmfalt fleiri gestum, sem hún vildi sem best gera. Að morgni þann f8. júní var komið sólskin og Kollafjarðar- nesveðrið liðið hjá. Nú gafst tími til að sjá sig urn. Túnið var orðið slétt milli „fjalls og fjöru“ svo landneminn gat þar engu við bætt, en tekið hafði verið til starfa við peningshús, sem byggð höfðu verið upp í nýtísku sniði. Þar var og kornið verslunarhús og myndarlegt samkomuhús, sem ungmannafélagið átti. Eftir miklar umræður, sérstaklega um liðna tímann, þökkuðum við fyrir hinar vingjarnlegu móttökur og kvöddum húsbændur klukkan 4.30 síðdegis. Þorkell Guðmundsson, ráðsmaður Sigurgeirs, reiddi okkur að Skálholtsvík og komum við þangað klukkan 7.30 síðdegis, en inn að fjatðarhorni fylgdi okkur Signý fndriðadóttir, sem komið hafði um morguninn frá Einfætingsgili niður að Óspakseyri til að hitta Ágústu frændkonu sína. Þökkuðum við nú Þorkeli fyrir vel veittan flutning og fylgd í Skálholtsvík, en úr hlaði þar kom húsfreyjan Guðný Jóhannesdóttir, vinkona frá nýrri tímanum. Hingað hafði Ágústa sérstaklega heitið förinni, því svo var búið að gera ráð fyrir í mörg ár, að hér skyldi gista og gera sig heimakom- inn. Húbóndinn Sigurður var við smíðar inni á Borðeyri, en Jóhannes og þau systkinin sem við þekktum, Þorvaldur og Sigríð- ur, voru heima. Hér hafði ég aldrei komið til að minnast þess. Breyting mun þó mikil hafa orðið á túninu og þó frernur á húsakynnum, sem eru með þeim vistlegustu sem gerast til íbúðar og verið var að gera ný peningshús. Klukkan 2.30 síðdegis lét Guðný söðla hestana og reiddi okkur sjálf alla leið inn að Borðeyri og var það ágætis för í glaða sólskini, þrátt fyrir norðan kuldann, en undanhald var svo ekki sakaði. Þótt ég ekki hefði farið þessa leið nema tvisvar, og það að vetrar- lagi, sá ég deili þess að hér var orðið skift um veg til batnaðar. Hittum við á leiðinni umsjónarmann vegagerðanna, Guðjón á 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.