Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Síða 76

Strandapósturinn - 01.06.1993, Síða 76
var búið að setja bátinn niður og bera stampana þónokkuð langt. Svo þegar maður settist sveittur í bátinn setti oft að manni kulda ef langt var keyrt. Þá var þannig að málum staðið að alltaf var beitt á morgnana og stokkað upp á kvöldin. Það breyttist ekki fyrr en frystihúsið kom. Það voru viðbrigði að fara af skektunni yfir á trilluna þegar frost var og kuldi á haustin. Þá var manni svo kalt á fótunum að þeir voru hálfdofnir upp að hné. Svo þegar komið var í land og farið var að ganga þá hitnaði vel. Þegar komið var af sjónurn þurfti að stokka upp eins og áður var minnst á. Ekki var um neina upphitun að ræða. Upphitun í beituskúr þekktist ekki fyrr en seinni árin sem ég var við að róa sjálfur fyrir norðan. Á morgnana þegar komið var í beituskúrinn var hann hélaður að innan, svo ekki var það sérstaklega hlýlegt. Mikil er sú breyting frá 1930 og fram á þennan dag. Oft hefði nú fiskast meira ef í boði hefðu verið þau tæki sem eru til í dag, eins og t.d. dýptarmælir, rafmagnsrúllur, svo ég tali nú ekki um radarinn til að rata í land. Þarna rnátti maður dingla með fimm punda sökku á allrahanda dýpi. Sjaldan var farið lengra niður en sextíu faðma. Á sökkunni var heilás og tveir krókar. Mjög var einstakl- ingsbundið hvað menn voru miðaglöggir — að fara eftir ýmsum kennileitum og setja þau á sig. Allt mögulegt var notað í mið, jafnvel snjóskaflar, hjallar, snasir og fossar og ég tala nú ekki um þegar hægt var að nota vitann eða vörðurnar í Grímsey. Eg ætla að segja frá einum róðri sem mörgurn er minnisstæður. Þetta var í endaðan júní 1936. Við vorum þrír á og trillan hét Svalan og hefur verið um þrjú og hálft tonn. Formaður var Lárus Guðmundsson frá Byrgisvík og við Sigurður bróðir vorum háset- arnir. Það byrjaði með því að við gátum ekki tekið stampana upp planið fyrir vestanátt, svo við urðum að taka þá við Forvaðahlein- ina. Þá voru ekki komnar höldur á balana eins og seinna varð. Það gat verið býsna sleipt að halda á þeim. Hún var feit norðlenska síldin sem beitt var. Það var vestan stormgjóla og við sigldum út sund og munum hafa lagt einhvers staðar norður af Fyllugrunni. En þá var farið að hvessa og þegar við fórum að draga urðum við að taka mastrið úr mastursklofanum og binda það út á borðstokk- inn bakborðsmegin, en þegar mastrið var lagt gátum við ekki 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.