Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 90
geysimikið í Strandapóstinn, bæði í bundnu og óbundnu máli.
Hann var einnig óþreytandi við að fá aðra til að skrifa í Póstinn.
25. júní 1983 er merkisdagur í sögu Átthagafélagsins. Þá var
sumarbústaður félagsins vígður að viðstöddu ijölmenni og hlaut
nafnið Strandasel. Árið 1979 gaf Þorgeir Sigurðsson frá Hólma-
vík Átthagafélaginu land um 5000 fermetra í landi Víðidalsár. Af
ýmsum ástæðum, sem ég ætla ekki að tíunda, voru höfð skipti við
Hólmavík og fengið nýtt land í námunda við Þiðriksvallavatn.
Strax var hafist handa við að undirbúa byggingu sumarbústað-
ar á þessu landi fyrir félagsmenn. Kosin var bygginarnefnd sem
gekk af eldmóði til verks undir forystu Þorgeirs Guðmundssonar,
fyrrverandi kaupfélagsstjóra á Hólmavík. Nefndarmenn og
margir fleiri unnu geysimikið sjálfboðastarf við bygginguna.
Bústaðurinn er leigður félagsmönnum í 3-4 mánuði á sumrin
og komast stundum færri að en vilja yfir hásumarið.
Stöku sinnum, í vissum tilfellum, hefur Átthagafélagið rétt
hjálparhönd heim í hérað og veitt styrki til félagasamtaka.
Á 100 ára hátíð verslunarafmælis Hólmavíkur 1990 stóð Átt-
hagafélagið fyrir myndarlegri dagskrá. Þar sýndu konur m.a.
handprjónaða kjóla eftir listakonuna Aðalbjörgu Jónsdóttur. Á
meðan á skemmtidagskrá stóð var borið fram kaffi og heitar
lummur sem bakaðar voru á staðnum og sáu félagar úr Átthagafé-
laginu um það.
Góðir áheyrendur!
Við brottfluttir Strandamenn stöndum í þakkarskuld við hérað
okkar. Landið, sjórinn og fólkið í Strandasýslu hefur haft mótandi
áhrif á okkur. Áhrif umhverfisins frá bernsku og æskuárum fylgja
okkur alla ævi. Hugur okkar leitar oft heim í átthagana. Við látum
okkur miklu skipta hvernig lífið gengur fyrir sig í heimabyggð-
inni. Við gleðjumst yfir framförum og velgengni og finnum til
þegar illa gengur. Það er vissulega ánægjulegt að fólki á Hólmavík
skuli fremur fjölga. Það er víst eini þéttbýliskjarninn í Vestfjarða-
kjördæmi þar sem slíkt gerist. Það er einnig ánægjulegt að at-
vinnurekstur og fyrirtæki í Strandasýslu skuli hafa sloppið við
gjaldþrot og stórfelld áföll á þessum síðustu erfiðleikatímum.
88