Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 100
þó ekkert, spurningar hrönnuðust upp en svörin létu heldur
betur á sér standa. Eg lognaðist útaf um miðnættið og svaf draum-
laust lengi nætur. En undir morgun fór mig að dreyma alls konar
rugl sem engin leið var að rnuna þegar ég reif í sundur augun. Það
eina sem ég rnundi var eftirfarandi: Mér fannst ég vera staddur
inni í botni Bjarnarfjarðar um kvöld með há fjöll og svipþung yfir
mér. Það setti að mér ugg því enginn annar virtist vera nærri. Eg
var þarna aleinn í þessu undarlega hálfrökkri sem fylgt hefur
öllum mínum draumum og, að mér fannst, óravegur til manna-
byggða. Allt í einu opnaðist einn kletturinn uppi í fjallinu eins og
stórri hurð væri þokað hægt frá stöfum. Eg mændi á þetta fyrir-
bæri um stund skelfingu lostinn og beið þess í ofvæni að einhver
birtist í þessari draugalegu gætt. En það kom enginn út og aftur
lokaðist kletturinn hægt og hægt með óhugnanlegu og lamandi
braki sem nísti gegnum merg og bein. Og við þessi ósköp vaknaði
ég í svitakófi. Þvílíkt rugl, en svona var maður á þessum árum,
fullur af alls konar órum. Þjóðsagan dansaði annað slagið í vitund-
inni eins og fiskifluga umhverfis matarleifar og lét mann verða sér
til skammar, því miður.
Eins og fyrr segir lauk heyskapnum með fyrra fallinu þetta
haust og hugðist ég þá halda heimleiðis á ný þótt lítið væri þar
einnig við að vera um þetta leyti. Kannski gæti ég skroppið á sjó, ef
veður leyfði eða fundið mér eitthvað annað til dundurs heima við.
En þá datt Gumma í hug að tilvalið væri að fara í vöruflutninga
fyrir nágrannabyggðirnar. Hann átti fimm tonna dekkaðan bát
sem Gissur hét og hugðist nota hann til þessa verkefnis. Eg átti svo
að vera eins konar háseti þar um borð og upp á hlut í þeim arði
sem þetta brölt okkar gæti skilað, ef vel tækist til. í fljótu bragði
virtist þetta tiltæki nú ekki vera gróðavænlegt en á þessum árum
þyrsti mann í ævintýri og hirti þá minna um afkomuna. Barna-
skapurinn loddi svo lengi við mann. Einn af þessum leiðangrum
er mér öðrum fremur minnistæður. Það rak 60 marsvín á Iand að
Höfn í Hornvík, en þar bjó þá Sumarliði Betúelsson einn síns liðs
og hafði gert um nokkur ár. Einhvern veginn mun Sumarliða
hafa tekist að vinna á dýrunum, en þá var eftir að koma þeim í lóg
og til þess þurfti hann mannskap og flutningatæki. Gumma þara
98