Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Side 101

Strandapósturinn - 01.06.1993, Side 101
flaug þá í hug að fara út í Hornvík og freista þess að semja við Sumarliða um að kaupa farm af þessari afurð í þeim tilgangi að selja hana síðan í refafóður austur allar Strandir. Við lögðum af stað nokkrum dögum síðar í hæglætis veðri út með Víkum og komum í Höfn síðdegis. Sumarliði brást vel við erindi okkar og kvað okkur heimilt að hirða eins mikið af hvalkjöti og báturinn gæti borið, gegn hóflegri greiðslu að sjálfsögðu. Hvernig því uppgjöri lauk man ég ekki lengur, en nokkurn veginn sáttir skildu þeir nú samt, Sumarliði og Gummi. Það tók okkur drjúgan tíma að ferma bátinn, enda fáliðaðir, en eftir það var haldið yfir að Horni og þar hvíldum við okkur til næsta morguns. Veðrið hélst óbreytt og þegar við lögðum af stað frá Horni var logn og sólskin. Siglingin austur með Ströndunum gekk því vel og þótt Gissur væri drekkhlaðinn af hvalkjötinu og ekki gangmikill þokaðist hann áfram eins og tíminn án þess að neitt bæri til tíðinda. Við komum til heimahafnar er leið á daginn og héldum ekki áfram austur með fyrr en morguninn eftir. Hvort við seldum eitthvað af farminum í Reykjarfirði man ég ekki, en því næst námum við staðar á Dröng- urn og eitthvað munum við hafa selt þar, því að smá refabú voru víða á þessurn árum. Þaðan héldum við svo austur með strönd- inni, með viðkomu á hart nær hverjum bæ, og er við komurn að Gjögri sem er yst í Reykjarfirði hinum eystri vorum við búnir að losa okkur við allan farminn. Ekki varð ég annars var en að bændur væru yfirleitt ánægðir með þessi kaup og álitu hvalkjöt hið besta fóður fyrir dýrin. Hvernig Gumma gekk að rukka þetta inn skal ósagt látið, en þegar að því kom var ég horfinn úr leiknum. Þó hélt hann því alltaf fram að ferðin hefði borgað sig og minn hlut fékk ég að minnsta kosti, þess minnist ég enn þó að margt sé horfið í þokuna frá þessum árum. Ekki man ég hvort það var í lok þessa leiðangurs okkar með hvalkjötið, eða síðar sem Gummi var fenginn til að ferja tvo búnaðarráðunauta frá Norðurfirði til Asparvíkur. Þeir voru í einhverri eftirlitsferð þarna um Strandirnar vegna refaræktar- innar og þurftu endilega að komast þangað inneftir á ákveðnum degi væri þess nokkur kostur. Gummi var ekkert hrifinn af þessu kvabbi þeirra, leist víst ekki of vel á veður, því að sjór var úfinn að 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.