Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Síða 102

Strandapósturinn - 01.06.1993, Síða 102
þessu sinni, þung undiralda af norðri en suðvestan þræsingur út úr víkum. Hann latti því fulltrúana heldur fararinnar, en þeir vildu hins vegar ólmir komast af stað sem fyrst, og í samræmi við óskir þeirra var því lagt frá landi og stefna tekin austur á bóginn í átt að Reykjaneshyrnu. Ráðunautarnir tóku sér stöðu frammi við lúkarskappann og horfðu hljóðir í öldurnar um sinn. Eg var við stýrið en Gummi stóð í vélarhúsopinu og fylgdist með sjólaginu. Allt í einu sá ég nokkuð bratta vindbáru framundan og ætlaði ég að láta Gissur skáskera hana, vék honum lítið eitt til hliðar til þess að fá hana ekki yfir bátinn, en í sömu andrá rak Gummi fótinn skyndilega hart í stýrissveiflna þannig að báturinn stefndi beint í báruna með þeim afleiðingum að brotið fór yfir okkur og ráðu- nautarnir blotnuðu talsvert. Þeir skriðu því í skyndingu undir þilj- ur, en Gummi leit brosandi til mín og sagði um leið og hann hélt fram á til farþeganna: „Eg ætla að vita hvort þeir eru enn sama sinnis. Það er bölvaður ruddi í veðrinu eins og er.“ Hann endur- tók svo tilmæli sín í lúkarsopinu, en þá skeði hið óvænta. „Snúa við“, endurtóku þeir. „Nei, þetta er ekki svo slæmt.“ „Þið hafið blotnað," sagði Gummi og var nú allt í einu sakleysislegur á svip- inn. „Já smávegis en það þornar aftur með tímanum," svöruðu þeir, „við höldum okkur undir þiljum það sem eftir er leiðarinnar. Heldur þú að hann versni nokkuð úr þessu?“ „Það veit ég skramb- ann ekki“ svaraði Gummi um leið og hann þokaði sér aftur eftir þilfarinu þungur á brúnina yfír þvermóðskunni í körlunum. „Eg hélt að þeir myndu fá nóg af gusunni“ sagði hann urn leið og hann kom sér aftur fyrir í vélarhúsopinu. „Þeir eru harðari í haus en ég hélt.“ Eftir þetta reyndi hann ekki að telja körlunum hughvarf en lét Gissur þæfa ölduna austur með ströndinni framhjá Reykjanes- hyrnu, Gjögri, Reykjarfirði, Veiðileysu og Kaldbaksvík. Og er við komum á móts við svokallaðar Eyjar var stefnunni breytt og farið landmegin við mikinn skerjaklasa sem úthafsaldan lamdi svo all- harkalega. Mér leist ekki meira en svo á þessa fyrirætlan félaga míns en lét þó kyrrt liggja. Um leið og aldan brotnaði á skerjunum féll hún saman og urðu dauðateygjur hennar að eins konar röst innan þeirra. Gissur fór að láta illa að stjórn. Það var einnig auðfundið að við vorum komnir á grunnsævi og að við gætum átt 100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.