Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 107

Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 107
bræðranna tók á móti, stakk sekknum bara undir annan hand- legginn og rétti um leið hina höndina eftir einhverjum smærri hlut. Hann virtist ekki rnuna neitt um þetta og allt sem hann tók á móti lagði hann rólega frá sér. Þungi hlutanna virtist ekki hafa nein áhrif á hann. Mér ofbuðu slíkir kraftar, enda hafði ég sjálfur ekki af miklu að rná á því sviði. Gummi upplýsti mig um það, að auk kraftanna væru þessir bræður sérstök ljúfmenni og einstak- lega vel látnir í sinni sveit. Hann gat þess og að kaupfélagstjórinn í Norðurfirði væri bróðir þeirra. Það var skollið á rnyrkur þegar við komum að Dröngum og veðurlag tekið að breytast nokkuð. Það létti í lofti og lygndi að mestu en til hafsins móaði fyrir dimmblárri bliku. Enn var vestan vindur í háloftunum og tunglið óð í skýjum. Eiríkur bóndi kom ásamt heimamanni sínum urn borð og sótti varning þann sem þangað átti að fara. Hann bauð okkur í land en því neitaði Gummi, kvað okkur ekki veita af tímanum til þess að ná heim fyrir miðnættið. Eiríkur spurði þá, hvort við hefðum ekki heyrt veður- spána, það væri spáð norðanáhlaupi innan tíðar, veðrið gæti skoll- ið á hvenær sem væri úr þessu. Gummi lét sem hann heyrði þetta ekki í fyrstu, en þegar að hann svaraði, sagðist hann varla trúa því að svo skjótt skipaðist veður í lofti — við næðum örugglega heirn áður en veður breyttist. Eiríkur stakk þá upp á því að við færum inn á Bjarnarfjörð og lægjurn þar af okkur óveðrið, en það vildi Gummi ekki samþykkja. „Jæja góði, jæja góði,“ sagði Eiríkur þá. „Þú ræður, en ég held því fram að það sé hreinn og beinn glanna- skapur að ætla sér að halda fyrir Geirhólmsnúp og Þaralátursnes í þessu veðurútliti." „Við sjáum til,“ svaraði Gummi og kvaddi Eirík bónda, sem hélt við svo búið til lands en við beindum okkar farkosti til hafs fram hjá boðum og flúðum sem braut á með þungum dyn annað slagið. Gummi virtist þekkja þarna allar að- stæður og fátt kom honum á óvart að mér sýndist. Hræddist hann ekki neitt, eða hvað? Var hann kannski svona skrambi svalur? Eg dáðist að áræði hans, þótt mér, landkrabbanum, litist ekki meira en svo á þessa fyrirætlan. Eg sá fljótlega ekki betur en að Gummi ætlaði að láta Bjarnarfjörðinn eiga sig og satt best að segja setti þá að mér ugg nokkurn. Hafði þó ekki orð á, en liorfði fast til hafs. 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.