Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Side 109

Strandapósturinn - 01.06.1993, Side 109
meira en andvari. Mér leist ekkert á þetta, í gegnum þennan skerjaklasa var, að mér fannst, vonlaust að fleyta Gissuri áfalla- laust, þó að hann væri gott sjóskip. Ég mændi án afláts á brotsjóina framundan. „Og hvar endar þetta?“ spurði ég sjálfan mig hvað eftir annað. Ekki sá ég þó betur en að Gummi ætlaði Gissuri sínurn að ösla einhvers staðar þarna í gegn. Hugarórar rnínir náðu víst litlu sambandi þar á bæ. Gummi var eins og þetta haf og þessi strönd, horfðist í augu við bæði án þess að líta undan og bauð þeim birginn þegar svo bar undir. Og eftir að hafa athugað allar að- stæður og beðið lags sagði hann ofurlítið glaðbeittur: „Hér er það, hér förum við í gegn hvað sem tautar og raular.“ Hann setti Gissur á fulla ferð og fyrst í stað sá ég ekki betur en við stefndum beint inn í brotsjóina. Við vorum komnir mjög nærri landi og brimið hvolfdist yfir skerin beggja vegna við okkar gömlu fleytu, en þar sem hún þræddi í gegn var eins og aldan brotnaði niður í eins konar straumiðu eða röst. Það bullaði og sauð allt í kringum bátinn og hann lét mjög illa, hoppaði og skoppaði sitt á hvað því atlögur hafsins komu úr öllum áttum. Við fengum nokkrar skvett- ur en ekkert brot. Og allt í einu vorum við sloppnir í gegn, komnir úr allri hættu inn á nokkurn veginn lygnan sjó. Að vísu voru öldufaldarnir enn háir en úr hæð þeirra dró fljótlega eftir því sem innar kom í fjörðinn. Það var þó auðséð að stutt var íveðrabrigðin, því að dimmblái skýjabakkinn við hafsbrún hafði nú tekið öll völd á norðurhimninum og bjó sig undir að hvolfast yflr allt og alla á þessum norðurhjara. Þegar við vorum komnir inná móts við Furufjarðarnúp teygði Gummi aðra hendina niður í vélarhúsið og kom þaðan með brennivínsfleyg, tók úr honurn tappann og rétti mér, með þeirn ummælum að við ættum nú skilið að fá smá hressingu. Við gerðurn svo drykknum nokkur skil þarna á rniðj- um Þaralátursfirði í haustmyrkrinu og með norðan áhlaupið á bak við okkur. Allt í einu varð Gumrna litið aftur um skut í átt til allra grynninganna fyrir utan um leið og hann sagði: „Ég var nú, hérna þér að segja, ekki of viss um að ferð okkar heppnaðist þegar við komurn að nesinu, þótt ég léti ekki á neinu bera. Það gat vissulega brugðið til beggja vona um að við kæmumst klakklaust fyrir það, öldugangurinn var orðinn svo ansvíti mikill og út fyrir 107
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.