Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 16
október, en aldrei svo orð væri á gerandi. í lok október gerði hins
vegar norðanáhlaup með slyddu og snjókomu, og spilltist þá
ijárbeit til dala. Snjóinn tók þó að mestu upp að nýju, og nóvemb-
er var með hlýjasta móti framan af. Undir lok mánaðarins kólnaði
aftur, og má segja að þá hafi veturinn byrjað. Reyndar var það mál
manna á Ströndum að veturinn hefði byrjað ívið fyrr en næstu
haust á undan, enda voru þau flest í allra mildasta lagi.
Viku fyrir jól setti niður töluverðan snjó í norðangarra, ogjólin
voru hvít víðast í sýslunni þrátt fyrir hláku á Þorláksmessu. Síð-
ustu daga ársins var meinleysislegt vetrarveður með allnokkru
frosti.
Hvað veðurfar snertir var árið 1994 með bestu árum. Stóráföll
voru engin og sumarið með allra besta móti.
Landbúnaður
Sauðburður gekk vel vorið 1994, enda tíðarfar sérlega hagstætt.
Frjósemi var mikil og heilsufar ágætt.
Gróður tók snemma við sér, enda hlýtt í maí. Sprettu seinkaði
þó nokkuð í kuldatíð í júní.
Sumarið var mjög hagstætt fyrir búfénað, og lömbum fór vel
fram í grónum högum. Um haustið voru lömb Strandamanna
vænni en nokkru sinni fyrr. Fallþungi kann þó einhvern tímann
að hafa verið hærri á meðan skrokkar voru vegnir með nýrnamör.
Þá var líka mun meira um einlembinga en nú. Því má fullyrða, að
árið 1994 hafi verið metár í kjötþunga eftir hverja á á Ströndum.
Eitthvað var um kal í túnum á vormánuðum, en víðast rættist vel
úr. Heyfengur var yfir meðallagi.
Að vanda hófst venjuleg sauðljárslátrun í sláturhúsum sýslunn-
ar um miðjan september. Eftirfarandi tafla sýnir fjölda sláturfjár,
meðalfallþunga dilka og flokkun falla í úrvalsflokk og „fitu-
flokka“ í einstökum sláturhúsum.
Tafla 1. Fjöldi sláturfjár, meðalfallþungi dilka og flokkun
falla í úrvalsflokk og „fituflokka“ í Strandasýslu 1994.
14