Strandapósturinn - 01.06.1994, Side 20
haldsfélag, auk þess að reka verslanir, flutningabfla og sláturhús
sem fyrr.
I tengslum við sameiningu fyrirtækjanna var sótt um fé úr
svonefndri Vestijarðaaðstoð, og í desember var samþykkt að veita
Hólmadrangi hf. 30 milljón króna víkjandi lán úr þeim sjóði. I
kjölfarið fylgdu ýmsar breytingar. M.a. hefur Hólmadrangur hf.
verið gerður að almenningshlutafélagi. Síðustu daga ársins
tryggðu nokkrir einstaklingar á Ströndum sér skattaafslátt með
kaupum á hlutabréfum í félaginu.
A árinu var enn reynt að komast yfir skip og rækjukvóta, en þær
tilraunir báru fremur lítinn árangur. Hólmadrangur hf. keypti þó
eitthvað af varanlegum rækjuveiðiheimildum fyrri hluta ársins.
Þessar heimildir voru síðan leigðar heimabátum á niðursettu
verði um sumarið, og reyndust mikil búbót, enda mikil veiði á
rækjumiðunum. Þar við bættist, að Hólmadrangur hf. tók stóra
rækjubáta á leigu, fyrst Gissur hvíta HU frá Blönduósi og síðan
Hafdísi SF frá Hornafirði. Hafdís lagði upp á Hólmavík fram á
vetur, og var á þessurn tíma unnið á tveimur 6 tíma vöktum í
rækjuvinnslu KSH, en vaktavinna hefur verið fátíð síðustu árin.
Samtímis fór eftirspurn og verð á rækju á heimsmarkaði mjög
hækkandi, þannig að afkoma rækjuvinnslustöðvanna við Stein-
grímsfjörð tók miklum stakkaskiptum til hins betra eftir mjög
erfið ár.
Grásleppuveiðar gengu fremur illa um vorið. Þó var útkoman
mun betri en árið áður, einkum hjá þeirn bátum sem sóttu lengst
norður í flóann. Verð fyrir grásleppuhrogn var með allra hæsta
móti, eða um 55—60 þús. kr. fyrir tunnuna. A Drangsnesi var
saltað í 445 tunnur, en vorið áður voru tunnurnar 456. Þá var
töluvert saltað af hrognum í húsnæði fiskmarkaðarins á Hólma-
vík. í Árneshreppi var grásleppuveiðin sáratreg. Rauðmagaveiði
brást algjörlega innan til í flóanum, og fengu menn þar naumast í
soðið. Þetta eru mikil umskipti frá því sem var fyrir nokkrum
árurn, og telja margir þetta stafa af óhóflegri sókn í hrognkelsa-
stofninn utan til í flóanum.
Haustið f994 var leyfð veiði á f 700 tonnum af rækju í Húnaflóa,
en veturinn áður var þessi kvóti aðeins fOOO tonn. Þessi mikla
f8