Strandapósturinn - 01.06.1994, Side 35
Þórir Daníelsson frá Borgurn:
Um fólks-
fjölda, býli
og bústofn í
Strandasýslu
í upphafi
18. aldar
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er fróðlegt rit
fyrir margra hluta sakir. Hér verður litið lauslega á þær upplýs-
ingar sem bókin hefur að geyma um fólksfjölda, býli, jarðamat og
bústofn í Strandasýslu. Jarðabókin er skráð á árunum 1706, 1709
og 1710. Síðar gefst ef til vill kostur á að skoða hverjir voru
eigendur jarðanna í upphafi 18. aldar, en frá því greinir Jarðabók-
in skilmerkilega. Hafa verður í huga þegar fólksfjöldinn er athug-
aður, að um það leyti sem Jarðabókin er skráð, gekk hin skæða
bólusótt, sem kom til landsins 1707, eins og eldur í sinu yfir landið,
er það vafalaust skýring þess að nokkrar af betri jörðum sýslunnar
voru í eyði þegar Jarðabókin er skráð.
Hreppar eru 6 (Til gamans er hér haldið stafsetningu Jarða-
bókarinnar á hreppa- og bæjanöfnum, miðað við útgáfu Hins
íslenska fræðafélags í Kaupmannahöfn 1940, en um þá útgáfu sá
af alkunnri vandvirkni dr. Jakob Benediktsson): Trjekyllisvíkur-
hreppur, Raldaðarnesshreppur, Staðarhreppur, Tröllatúngu-
hreppur, Bitruhreppur og Bæjarhreppur.
Trjekyllisvíkurhreppur, sem síðar var nefndur Árneshrepp-
ur, hefur náð frá norðurmörkum Strandasýslu, Geirólfsgnúpi að
Skreflufjalli. Jarðabókin er „tekin“ [orðað svo í bókinni] í Árnesi
33