Strandapósturinn - 01.06.1994, Qupperneq 39
18 heimilum bjuggu 128 manns, þar af eru 10 taldir „niðursetu-
ómagar“ eins og það er orðað í Jarðabókinni. Samkvæmt því
hefur verið 8,5 manns að meðaltali á hverjum bæ, en 7,1 á hverju
heimili. Flest fólk var á Stað, 17 rnanns.
Jarðardýrleiki í öllum hreppnum er talinn 224 hundruð, en af
einhverjum ástæðum er mat á kirkjustaðnum Stað ekki með,
heldur kallaður „Beneficum“ í Jarðabókinni. [Með „Beneficum
mun átt við að jörðin sé kirkjueign en undanþegin mati]. Hæst er
Kálfanes rnetið á 40 hundruð.
Bústofn Staðarhreppsbúa er talinn 59 kýr, 3 naut, 3 kvígur, 6
vetrungar og 8 kálfar, nautgripir alls 79; 586 ær, 249 sauðir og 250
lömb, sauðfé alls 1.085; 24 hestar, 18 hryssur, 1 foli og 1 tryppi,
hross alls 44. Að meðaltali er þessi bústofn á heimili: 3,3 kýr (4,4
nautgripir), 32,6 ær, 13,8 sauðir og 13,9 lömb (sauðfé 60,3) og 2,4
hestar. Flestar kýr voru að Stað 9, ær voru flestar á Víðidalsá 65 og
sauðir flestir að Stað 86.
I Staðarhreppi „kann fóðrast" 43 nautgripir, 738 sauðfé og 29
hestar.
Tröllatunguhreppur, sem síðar nefndist Kirkjubólshreppur,
hefur náð frá Hrófá (ánni) til og með að Kollafjarðarnesi. Jarða-
bókin er tekin að Kirkjubóli árið 1710 af Jóni Magnússyni sýslu-
manni og byrjuð 15. júlí en undirrituð 16. sama mánaðar af Einari
Snorrasyni Heydalsá, Jóni Tómassyni, Eyjólfi Tómassyni (Thóm-
asson) Kollafjarðarnesi og Ólafi Vermundarsyni Þorpum.
1 hreppnum eru taldir 15 bæir: Arnkötludalur, Tröllatunga,
Tungugröf, Husavík, Heidarbær, Micldalsgröf, Tindur, Giestad-
er, Kluka, Kyrkiuból, Heidalsá, Smáhamrar, Þorp, Hvalsá,
Kollafiardarnes.
Eftirtalin eyðibýli getur Jarðabókin um: Efraból, Hlídarsel og
Kierasteirn (Tröllatunga), Veitukot (Tindur), Skeidhus (Kirkju-
ból), Haralldsstader, Leifstader og Gilþröm (Heydalsá) og Nes-
oddakot (Kollafjarðarnes).
Samkvæmt Jarðabókinni eru í byggð 15 býli. Enginn bær er
talinn í eyði. Tvíbýli er á Þorpum og Kollafjarðarnesi. Heimili eru
því 17. A þessum 17 heimilum bjuggu 97 manns, þar af 1 „niður-
setuómagi". A hverjum bæ hafa því verið 6,5 manns að meðaltali,
37