Strandapósturinn - 01.06.1994, Síða 44
Að meðaltali á heimili:
Nautgr. Sauðfé
Hreppar Kýr alls Ær Sauðir Ungfé alls Hross
Trékyllis víkur h r. 1,5 2,0 9,0 4,0 2,1 15,1 0,7
Kaldaðarneshr. 2,5 3,2 21,7 3,3 16,3 44,4 1,6
Staðarneshr. 3,3 4,4 32,6 13,8 13,9 60,3 2,4
Tröllatunguhr. 2,6 3,8 35,7 3,9 46,5 86,2 3,0
Bitruhreppur 2,5 3,2 20,5 2,7 9,7 32,9 2,0
Bæjarhreppur 2,8 3,7 43,0 12,2 16,8 72,0 4,2
Meðaltal 2,4 3,2 24,4 6,7 15,0 46,1 2,1
Flestar hafa kýr verið á Kaldrananesi og Stað í Steingrímsfirði 9.
Stærstu fjárbúin voru á Melum í Hrútafirði 102 ær, Stað í Stein-
grímsfirði 86 sauðir og Þorpum í Steingrímsfírði alls 226 sauðfjár.
Það er ómetanlegt að eiga rit eins og Jarðabók Árna Magnús-
sonar og Páls Vídalín með öllum þeim upplýsingum sem þar er að
hafa urn bæi, búfé, hlunnindi og mannfjölda. Fyrir það hljóta
síðari tíma menn að vera mjög þakklátir. Auðvitað má alltaf halda
því frarn að enn meiri upplýsingar væru æskilegar. Þó að þeir Árni
og Páll hefðu ekkert annað unnið um dagana en að gangast fyrir
gerð jarðabókarinnar, myndi það nægja til að halda nafni þeirra á
lofti í sögu Islands og Islendinga. Þá er ekki síður mikilsvert að
eiga bókina í útgáfu jafn vandvirks og vandaðs fræðimanns og dr.
Jakobs Benediktssonar. Eg vona svo að lokum að einhverjir les-
endur Strandapóstsins hafi nokkra ánægju af þessari litlu saman-
tekt.
Heimild:
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Hið íslenska fræðafélag Kaup-
mannahöfn 1940.
42