Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 61
Það var stundum kalt í
Höfðastrandarbaðstofunni.
Ljósm. Ásthildur Gunnars-
dóttir.
var um timburhús á fyrri hluta aldarinnar. „Það var svo kalt hérna
um daginn eitt sinn að ég greip til þess ráðs að sverfa allar tenn-
urnar úr sagargarminum nema þrjár til þess að mér entist lengur
hvert sagarfar, áá, áá, því færri tennur þeim mun lengri tíma fór í
hvert sagarfar og á meðan gat ég haldið á mér hita, hreyfinginn
maður, hreyfingin maður. Tíminn, hann vinnur á öllu og hann
drepur mann líka á endanum. Ekki satt, drengir, ekki satt, áá. Við
elturn hann út í opinn dauðann í veikri von, en hann verður alltaf
sigurvegarinn hvort sem við höfum hátt eða lágt, hvort sem við
vinnum mikið eða lítið, hvort sem við verðum ríkir eða fátækir,
gáfaðir eða heimskir, illmenni eða göfugmenni. Eg reyni að drepa
tímann með þremur sagartönnum en geri mér ekki ljóst að það er
hann sem er að murka lífið úr mér, drengir mínir, áá. Einu sinni í
vetur fékk kötturinn æðiskast, fór í loftköstum aftur og fram um
bæinn, reif og tætti allar þiljur og mjálmaði ámátlega. Eg hélt fyrst
að hann langaði út, en þá varð hann alveg snarvitlaus. Þetta var þá
bara helvítis kuldinn sem lék hann svona grátt, kvikindisgreyið.
Hundurinn fór ekki varhluta af þessu heldur, þaut allt í einu út úr
59