Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1994, Side 72

Strandapósturinn - 01.06.1994, Side 72
svolítið bágt, vesalingurinn," bætti hún við og samúðin með þess- um huldumanni leyndi sér ekki. Eitt kvöldið kom pabbi óvenju snemma heim, var eitthvað las- inn, og er hann sá Guðjón þarna sofandi, vék hann sér að mömmu og hvíslaði: „Er karlinn sestur hér að.“ Hún vildi engu svara eins og á stóð og beindi athygli hans að einhverju sem aflaga hafði farið heima við þá um daginn. En örstuttu síðar reis karlinn á fætur, tók vettlinga sína og pokaskjatta, sem fylgdi honum jafnan og sagði um leið og hann gekk niður stigann: „Þakka þér fyrir matinn, Jóna.“ Annað sagði hann ekki, taldi víst þarflaust að þakka föður mínum úr því sem komið var. Pabbi gat varla varist brosi, karlinn hafði þá ekki sofið eins fast og þau héldu og því heyrt hvað pabbi lét sér um munn fara. Huldumaðurinn okkar, Guðjón Magnússon, kom út að Horni eftir þetta oftar en einu sinni, en þær komur hans eru mér ekki eins minnisstæðar. Mun þá sennilega hafa verið í fylgd húsbænda sinna og ekki verið sjálfráður um ferðalagið. Guðjón mun hafa átt það til að bregða fyrir sig smá hrekkjum annað slagið, ef þannig lá á honum og er eftirfarandi saga til marks um það, muni ég hana rétt í aðalatriðum. Sagt er að eitt sinn hafi tvær vinnukonur miðaldra og fremur lágar vexti verið sendar ásamt Guðjóni út á engjar, þær til að raka saman heyi en hann þeim til aðstoðar og áttu þær um leið að hafa auga með því að hann stælist ekki í flakk. Gauji, sem aldrei slíku vant var ekki í þeim hugleiðingum að þessu sinni, fann það strax á sér að þeim hafði verið falið að gæta hans því hann gat varla þverfótað fyrir þeim. Svo alvarlega tóku þær þetta hlutverk sitt. Er leið að kveldi skall yfir svartaþoka, svo dimm að þau sáu varla hvert til annars. Leist konunum nú ekki á blikuna. I svona dimmviðri yrði erfitt að fylgjast með tiltektum Gauja, eða huldumannsins eins og ég und- irritaður vildi fremur kalla hann. Auk þess rötuðu þær nú ekki lengur heim og voru því upp á náð og miskunn hans komnar úr þessu. Hann hafði undir niðri lúmskt gaman af því þótt ekki eyddi hann orðunum að óþörfu og á heimleiðinni hugkvæmdist honum að gera þeim grikk. Þau þurftu að fara yfir á og er þau komu að vaðinu tók Gauji allt í einu strikið niður með bakkanum og óð 70
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.