Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1994, Side 85

Strandapósturinn - 01.06.1994, Side 85
leiðinni. Leggur Pétur síðan af stað og segir ekki af ferðum hans. Líður svo hver vikan af annarri að ekki kernur Pétur á þeim dögum sem ætla mátti þó honum væri rúmur tími hugsaður. En það er af Pétri að segja að hann heldur svo sem leið liggur til Skagastrandar. Eflaust hefur hann haft viðkomu hjá gömlum kunningjum á leið sinni. En um síðir kemst hann þó til Skaga- strandar. Þegar þangað kemur fer hann að leita eftir þjölinni hjá kaupmönnum þar. En þjölina eiga kaupmenn ekki til. Hér hafði löng ferð verið gerð án árangurs. Þegar svo var komið var ekki annað að gera fyrir Pétur en halda sömu leið til baka heim. Ekki segir af ferðum Péturs fyrr en hann kemur norður í Steingrímsíjörð. Nú var tvennt til hjá honum. Annað að halda áfram heim þjalarlaus. Hitt var að bregða sér vestur yfir Stein- grímsfjarðarheiði alla leið til ísafjarðar í von um að þjalir væru fáanlegar þar. Hvernig sem Pétur hefur þenkt þetta þá verður það ofaná að hann leggur lykkju á leið sína vestur til fsafjarðar í von um betri erindislok þar. Ekki segir af ferðurn hans á þeirri leið eða dagleiðum fremur en á leiðinni til Skagastrandar. En til ísafjarðar komst hann — og viti menn, kaupmenn þar áttu einmitt til þjöl eins og þá sem Þorstein vanhagaði um. Eflaust hefur Pétur orðið feginn að fá þjölina þarna. Með því hafði ferð hans borið tilætlaðan árangur. Nú gat hann haldið heim með heiðri og sóma. Heldur hann nú á leið heim erindi feginn. Segir ekki af því fyrr en hann kemur að Kjörvogi og afhendir Þorsteini þjölina og segir ferðasögu sína. Tók Þorsteinn harla glaður við þjölinni og þakk- aði Pétri vel fyrir að hafa greitt úr þessum vandræðum sínum. Hefur Pétur eflaust gengist upp við það svo sem hann var skapi farinn og sjálfsánægður. Þessi saga var sögð og höfð í minni, sem einhver sú lengsta kaupstaðarferð sem farin hefur verið og því einstæð. Ekki get ég fullyrt um hvað þessi ferð Péturs tók langan tíma, en minnir þó helst að átta vikur hafí liðið frá því Pétur lagði af stað þar til hann kom aftur og skilaði Þorsteini þjölinni. Eg heyrði þessa sögu sagða þegar ég var ungur og alltaf var hún sögð í hálfgerðu gamni, jafnvel skopi í garð Péturs. Svo liðu árin. 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.