Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 87
Guðmundur P. Valgeirsson:
Bæn þín er heyrð
Formáli
Lengi er ég búinn að hugsa mér að setja á blað frásögn Þuríðar
Eiríksdóttur á Finnbogastöðum nágrannakonu minnar og vin-
konu um áratugi, sem hún sagði mér nokkru eftir níræðisafmælið
sitt 25. janúar 1955. En einhverra hluta vegna hefur það dregist í
hartnær fjóra áratugi, enda finn ég að nú fer að verða hver
síðastur að koma því áformi í verk. Skal þá fyrst gerð grein fyrir
sögumanni mínum.
Þuríður á Finnbogastöðum var fædd á Bjargi í Miðfirði 25.
janúar árið 1865. Foreldrar hennar voru Helga Þorleifsdóttir frá
Grundarkoti í Vatnsdal og Eiríkur Einarsson. Bjuggu þau síðustu
búskaparár sín að Bjargi í Miðfirði. Helga móðir Þuríðar var
alsystir Þorsteins Þorleifssonar bónda á Kjörvogi í Arneshreppi
frá 1862 til æviloka, en hann drukknaði á Húnaflóa 9. september
árið 1882 á heimleið úr kaupstaðarferð til Skagastrandar ásamt
fimm mönnum, allir voru þeir bændur í Arneshreppi. Þorsteinn á
Kjörvogi var þjóðkunnur hagleiksmaður, smiður, gáfumaður og
göfugmenni. — Móðir þeirra systkina var Hjallalands-Helga,
skáldmælt og þjóðkunn kona á sinni tíð. —
Eiríkur, faðir Þuríðar, var ættaður úr Norðurárdal í Mýrasýslu,
frá Hraunsnefi, náskyldur forfeðrum Kristínar Kristjánssson
hinnar dulskyggnu, sem Guðmundur G. Hagalín skrifaði um
tvær bækur, ef ég man rétt, en því er á þetta minnst, að dulskyggni
á einmitt eftir að koma við þessa sögu. — — — Eiríkur á Bjargi
varð skammlífur, hann dó vorið 1874 þegar yngsta barnið, Þuríð-
ur, var 9 ára og neyddist Helga, ekkja hans, til að leysa upp heimili
sitt við fráfall hans. Þegar svo var komið högum hennar hugðist
85