Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 94
henni æðrulausa rósemi og trúnaðartraust til æðri máttarvalda og
hjálpræðis þeirra. Eg fann að ég átti henni stóra þökk að gjalda
fyrir þennan trúnað og aðra góðvild, sem hún sýndi mér í öllum
samskiptum okkar og kynnum. Mér fannst líka að hún væri að
koma þessu leyndarmáli sínu til skila — jafnvel fela mér að sjá til
þess, að það félli ekki í gleymsku, sú tilfinning hefur vakað með
mér, þó ég hafi ekki látið verða af því, að færa þessa lífsreynslu
Þuríðar í letur fyrr en nú á elleftu stundu, því að mér hefur
fundist hún næstum eins og helgisögn og því viðkvæm og vand-
meðfarin. Eg hef reynt að setja þetta fram eins nærri frásögn
hennar og mér var unnt. Þar skeikar ekki um það sem gerðist, þótt
í sumum tilvikum kunni orðaval að hafa verið með öðrum hætti.
Læt ég svo lokið að segja frá því, sem mér og þessari góðu
grannkonu minni fór í milli í „afmælisheimsókn" minni til hennar
fyrir nær 40 árurn.
Eftirmáli
Til sönnunar því sem gerðist á Finnbogastaðaskipinu í ofviðr-
inu mikla árið 1894 og Þuríði Eiríksdóttur var gefið að sjá í
dulvitund sinni, og hér var sagt frá, hefi ég einnig orð föður míns,
Valgeirs Jónssonar í Norðurfirði. Hann var háseti á skipinu hjá
Guðmundi á Finnbogastöðum í mörg ár og svo var einnig í þetta
sinn. 1 öllu bar honum saman við það sem Þuríður sá. Þeir urðu
fyrir því óhappi að legufærin biluðu og skipið tók að reka hratt til
hafs. Þegar þeir drógu upp legufærin kom í ljós að ein flaugin var
brotin af drekanum, þannig að hann hafði ekki hald í botni. Datt
þeim þá í hug að gera við drekann með því að binda við hann
gerviflaug. Meðan þeir voru að bisa við þetta rak þá langa leið í
fárviðrinu. Urðu þeir þá varir við koffort, farvið og fleira lauslegt
á reki úr Helluskipinu án þess að vita þá um hvaða skip var að
ræða. Viðgerðin á drekanum heppnaðist þannig að þeir gátu lagst
við stjóra að nýju. Skömmu síðar gekk veðrið niður.--
Umræddur dreki lá árum saman á Finnbogastaðagrundinni,
skammt upp af heimalendingunni með þeim ummerkjum, sem
92