Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 106
Axelshiís á Gjögri. Ljósm. Haukur Jóhannesson.
Byrjaði að taka í nefið fjórtán ára og
spilaði á harmonikku
Ég hef verið svona fjórtán, fimmtán ára gamall þegar ég byrjaði
að taka í nefið og hef tekið í nefið síðan. Ég var við að beita ásamt
öðrum, við vorum í landi við beitingu. Karlarnir sem voru við að
beita þarna, ég var náttúrulega grútsyfjaður og þeir voru að segja
mér að þetta væri svo gott að taka í nefið upp á það að geta haldið
sér vakandi. Þeir gáfu mér í nefið svona og svo fór ég smám saman
að læra það, ha.
Ég spilaði á harmonikku. Ég spilaði á skröllunum hérna hjá
okkur já, ég held nú það, en ég spilaði aldrei á samkomum. Ég átti
alltaf harmonikku, þær fást nú ekki lengur, ekki svoleiðis hnappa-
harmonikkur, tvöfaldar harmonikkur. Það voru tvöfaldar nótna-
raðir á þessurn harmonikkum, svo átti ég eina sem var þreföld sko,
það voru þrjár nótnaraðir. Sko það voru svona plötur litlar, svona
eins og tölur, já, já. Ég hef alltaf haft svo ógurlega gaman af
harmonikkunni. Já, við vorum hérna alltaf krakkarnir, það var
svo mikið af krökkum hér og unglingum þegar ég var að alast
104