Strandapósturinn - 01.06.1994, Side 111
það er ekki tekið í meira. Ég taldi upp að hún hefði slitið en svo fór
ég að athuga, og sé að báturinn er kominn á rek. Ég dreg hana til
mín steindauða, þetta voru bara dauðateygjurnar svona hrotta-
legar. Ég get svarið það, hún var alveg steindauð, alveg. Ég gat
tekið hana inn í bátinn og ekki það síst [fyrir] að það var kornið það
af fiski í skektuna, að hún þol'ana vel á borðunum. Jæja, svo þegar
ég er búinn að ná henni inn þá fer ég nú að athuga, þá sé ég það að
báturinn er á reki og ég fer að athuga hvað er og ég finn það að
krakan er með. En svo dreg ég upp, þá er krakan og tvær álmurn-
ar af. Það var það sem bjargaði mér líklega, annars væri ég ekki
hér að tala við þig. Ég hefði farið út á eftir henni. Heldur þú að
það sé gáfulegt. Þetta voru steyputeinar eins og ég var búinn að
segja þér. Þetta var soðið á legginn og það bilaði steypan. Þetta er
alveg eins og að halda við ólma hesta, vitlausa hesta bara. Ég seldi
hana inn á Djúpavík þá var síldarstationin.
Ég fékk aðra sömu vikuna, hún var nú ekki eins stór. Hún var
nú eitthvað á annað hundrað pund held ég, ég meina annað
hundrað kíló. Það var nú dáldið sögulegt með hana líka, vissulega
var það nú. Svoleiðis er að við Kalli bróðir minn, hann var á trillu
og við erum frammi á grunni. Hann er að fara í land og kemur til
mín og spyr mig hvort ég sé á leið í land og vilji hanga aftan í. Ég
var á árabát. Jújú, ég hélt það nú, þó aldrei ég hefði verið eitthvað
lengur þá borgaði það sig nú ekki. Svo þegar við erum komnir hér
upp á Kaldbakshornið, þá er þar mikið fuglager. Það var sjáanlegt
að það var síld þar, og við förum að renna og þarna er alveg nægur
fiskur og við erum að draga og erum búnir að draga dálítið af fisk.
Þá var nóg af síld, ég var með mikið af síld í bátnum, alveg nýja.
Maður var alltaf með kastnet með sér, sem maður gat kastað fyrir
síld, hún óð nú ofan sjóar þá, þó hún sé hætt því núna fyrir löngu.
Þeir veiddu nú ekki síldina öðruvísi áður sko, heldur en bara á
vaðsíld. En nú hafa þeir rnælira og finna hana hvar sem hún er.
Kalli var kominn yfir í bátinn hjá mér til að hjálpa mér. Jæja, og
svo erum við búnir að draga upp og þá segir Kalli „nei líttu út,
sjáðu allar sprökurnar fyrir neðan borðið." Þá kemur sprakan á
eftir fiskinum hjá honum. Ég var nú ekki seinn á mér og kræki
bara á heilli síld og renni henni þarna bara rétt niður og hún
i09