Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 116
Draugurinn í rúminu og Móri
Það var norskt skip sem strandaði hér og er ketillinn úr því enn
hér frammi í sjó, en það er nú farið allt annað. Það var sagt að það
væri draugur í því skipi, Nyssi sem kallaður var, skipið var nú
norskt. Það var að fara til Djúpuvíkur og strandaði þarna út frá.
Það voru Islendingar á því eitthvað tveir eða þrír. Eg get sagt þér
það að ég lá úti fyrir tófu þarna hjá því og meira að segja í
frampartinum á því í myrkri. Aldrei varð ég var við neitt. Þó er ég
ekki frá því, ég ætla alla vega ekki að fortaka neitt. Maður getur
aldrei sagt um það nema að það sé eitthvað. Eg var fram úr hófi
myrkfælinn þegar ég var krakki, ég man eftir því. Það var líka
alltaf þá á kvöldvökunni verið að segja draugasögur og allt mögu-
legt og þá varð maður myrkfælinn. Eg var svo myrkfælinn að ég
þorði ekki að sitja á rúminu, ég hélt að það myndi koma draugur
undan rúminu og taka í lappirnar á mér, svo ég varð að fara upp í
rúmið, svona var maður sko. Eg man nú ekki þessar sögur en ég
man eftir þessu [myrkfælninni]. Eg man eftir því að ég sá einu
sinni draug eða ekki draug og þó um næturtíma. Eg hélt að það
væri draugur. Svoleiðis var að við systkinin sváfum saman, ég var
til fóta í rúminu og þau systir mín og bróðir voru til höfða. Svo
vakna ég einu sinni eina nóttina, skal ég segja þér. Þá sé ég
einhvern skollann svart, maður, á koddanum hjá mér. Og ég bara
varð svo hræddur að ég sest upp þarna og vek þau bæði í hvelli og
segi að það sé draugur þarna og þá vakna þau náttúrulega og um
leið og systir nnn segir „hvurslags er þetta nú eiginlega“ og í því
hverfur draugurinn undir sængina. Hún svaf í svörtum sokkum
og þetta voru þeir. (Hlær hátt). Þetta er eini draugurinn sem ég
hef séð urn dagana.
En þó get ég sagt þér það, að ég varð einu sinni fyrir einhverju
sem ég skil aldrei, nei. Svoleiðis er að ég er með kindur úti í
fjárhúsi. Svo er ég að fara út í ijárhús, það er hvíta logn um
kvöldið og glampandi tunglskin. Það var þarna tótt, reykkofi sem
var hruninn, hátt uppi á túni og svo fer ég út eftir um kvöldið af
því ég var eitthvað seinn fyrir einhverja hluta vegna í tunglskininu
til að gefa rollunum. Nú, svo veit ég bara ekki neitt, ég ranka ekki
114