Strandapósturinn - 01.06.1994, Síða 141
Sigurgeir Magmisson:
Slábolti
Já, orðið var sagt og skrifað svona, slábolti, hvort sem það er rétt
eða rangt. Þótt orðið eigi við leik einn var ekki lítil lotning í því
fólgin að vera góður í slábolta. Þetta var sú göfugasta íþrótt sem
krakkarnir á Hólmavík þekktu á þriðja áratug þessarar aldar. Það
var kallað Plássið, svæðið þar sem þessi skemmtilegi leikur fór
fram. Það var hvorki gata né torg, nerna hvort tveggja væri.
Þessi leikvöllur takmarkaðist af húsum á þrjá vegi. Meðfram
annarri langhliðinni var það Riisverslun, hús Magnúsar Magnús-
sonar, Símstöðin, hús Jóns Jónssonar söðlasmiðs og Læknishúsið.
Fyrir endanum að vestan var Björnshúsið. A hinni langhliðinni
var Barnaskólinn, hús Tómasar Brandssonar, Langiskúrinn og
einhverjir skúrar þar á milli. — Svæðið var það breitt að helst
líktist torgi, eða þá vegi með plássi fyrir margar akreinar, þótt
öngvan bíl væri þar að fmna. Lengd leiksvæðisins hefur ekki verið
minni en 100 metrar, en var ekki öll notuð, svona venjulega.
I góðri tíð hófu krakkarnir þessa leiki í mars og apríl og stóðu
þeir þar til skóla lauk í maí. Mér virtist veðurfar á Hólmavík á
þessum árum vera á þann veg, að á morgnana var logn fram að
hádegi, þá gerði golu sem stóð fram eftir degi allt til klukkan sex,
þá lygndi aftur og stóð svo allt kvöldið. Oftast var brugðið á leik í
139