Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 151

Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 151
Álfkonan Svo heyrði ég ömmu mína Karítas Níelsdóttur segja, að þegar hún bjó að Ingunnarstöðum í Geiradal var það oft þegar krakkar hennar voru að leika sér við hamar sem er þar nærri bænum, að hún sá að börnin voru fleiri en þau áttu að vera, án þess þó að börnin af næsta bæ, Tindum, kæmu til þeirra og sagði hún að það mundu hafa verið álfabörn. Einu sinni dreymdi hana að kona kæmi til sín og segðist eiga heima í hamrinum, sagðist hún oft lofa börnunum sínum að leika sér með börnunum hennar. Sér væri ánægja í að sjá þau leika sér saman og hún megi vera alveg óhrædd um að þeim verði ekkert illt gert. Sagði hún að sér þætti svo vænt um börnin hennar, því þau væru svo stillt og siðsöm. En hún ætlaði aðeins að biðja hana að áminna þau að hafa ekki hávaða rétt hjá hamrinum, því að hún ætti þá svo bágt með að svæfa yngri börnin sín og lofaði amma því. Oftar en einu sinni dreymdi hana konu þessa. Vinnukona var hjá ömmu minni sem Arngerður hét, hún hélt með einum krakkanum. Hann hét Pétur og var þá ungur og enn ekki farinn að leika sér með hinum krökkunum. Dreymdi hana þá einu sinni álfkonuna í hamrinum og þykist hún segja við hana: „Ég ætla að biðja þig fyrir hann Pétur minn, þegar hann fer að leika sér hjá hamrinum.“ Þá þykir henni konan segja: „Þú þarft ekki að biðja mig þess, því hann leikur sér aldrei hjá hamrinum." Hélt Arngerður af þessum orðum álfkonunnar að drengurinn yrði skammlífur. En vorið eftir fluttu þau amma mín búferlum að Tindum og léku börnin sér ekki eftir það við hamarinn, því þá var lengra til hans en áður og kom þar fram það sem álfkonan sagði. Eftir að hún var komin að Tindum, sá hún oftar en einu sinni dreng hér um bil 8—10 ára, laglegan með ljóst hár, koma að hrískesti sem var þar á hlaðinu og taka hríslu, hvarf hann svo eitthvað í burtu og þóttist hún vita að þetta væri álfapiltur. Ekki man ég eftir að ég heyrði hana geta um að hana dreymdi konuna í hamrinum eftir að hún fór að Tindum. 149
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.