Saga


Saga - 2015, Síða 146

Saga - 2015, Síða 146
til í. Þar með fer áherslan frá því sem er lýst yfir á lýsandann og hinn sam- eiginlega þekkingarheim sem hann deilir með lesendum sínum. Hvaða afleiðingar hefur þetta þegar við lítum til ímynda Íslands og Grænlands? eru ritin sem notuð eru sem heimildir ekki fyrst og fremst vitnisburður um samfélögin þar sem þau urðu til? Hvers vegna er þá ekki í ríkara mæli leitast við að nýta þau sem heimild um þau samfélög, ríkjandi hugarfar og orðræðu innan þeirra? Í rannsókn doktorsefnis felast viss viðmiðaskipti (e. paradigm shift) frá þeirri fræðilegu sýn sem var ríkjandi á dögum Þorvalds Thoroddsens en það er spurning hvort hann hefði ekki átt að fylgja þeim alla leið að hinni rökréttu niðurstöðu: að rit um ímyndir Íslands og Græn - lands fjallar ekki um þessi lönd heldur um þá sem eru að lýsa þeim. er hægt að halda áfram að nota efnisyfirlit Þorvalds Thoroddsens þegar viðmiðið er orðið allt annað? Annað áhugavert hugtak, sem doktorsefni kynnir til sögu í inngangi, er heterótópíur (fr. hétérotopies, bls. 46–47). Michel Foucault kynnti það til sög- unnar í greininni „Um önnur rými“ (fr. „Des espaces autres“) og hefur iðu - lega verið til þess vísað af sagnfræðingum sem fjalla um rými (sjá t.d. greinar undirritaðs, „State-formation and pre-modern identities in the North“ og „Heaven is a Place on earth“). Heterótópíur eru ekki staðleysur heldur raunverulegir staðir en samt utan allra staða og öðruvísi en staðirnir sem þær endurspegla. Doktorsefnið telur upplagt að tengja þessar hugmyndir við orðræðu um framandleika og má taka undir það. Það skortir þó nokkuð upp á að möguleikar þessa hugtaks séu nýttir til greiningar í ritgerðinni. Hvað má t.d. segja um það Ísland sem birtist í kvæði Gories Peerse, Van Yslandt frá 16. öld? var skipið sem flutti Peerse frá Íslandi „griðland ímynd- unaraflsins“ („Um önnur rými“, bls. 142) þar sem Peerse sat og lagði drög að níðkvæði sínu um land og þjóð? og hvað með Islandia Dithmars Blefkens, ekki síst ef við föllumst á þá niðurstöðu doktorsefnis að Blefken hafi aldrei komið til Íslands? Ísland Blefkens er þá í senn raunverulegur staður og ímyndaður staður, og hið sama má því segja um Ísland í þeim textum og myndum þar sem rit Blefkens er helsta heimildin. Hér hefði verið áhugavert að greina hvers konar heterótópía Ísland Blefkens er, en doktors- efnið fylgir þessu ekki eftir og notar ekki hugtakið í umfjöllun sinni um Blefken (bls. 109–113). III kafli um lýsingar á Íslandi og Grænlandi í miðaldaritum (bls. 57–79) hefur að sumu leyti óljós markmið. er ætlunin að greina orðræðuna um „hina“ í samhengi við evrópsk miðaldasamfélög? Það væri að mörgu leyti vel til fundið, sérstaklega í ljósi fyrri vísana til umfjöllunar Hartogs um Heródótos. eða hefur kaflinn annað markmið; er þetta tímabil tekið til umfjöllunar vegna þess þá er „lagður grunnur að lands- og þjóðarímyndum um Ísland“ andmæli144
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.