Saga - 2015, Side 156
sjónarhóli. ein af helstu niðurstöðum rannsóknarinnar er að nauðsynlegt
hafi verið að aðgreina yfirlitsritin frá ferðalýsingum. Í flokknum ferðalýsing-
um eru hins vegar bæði utanaðkomandi ferðalangar og búsetulýsingar full-
trúa konungs. Hinar síðarnefndu eru nátengdar viðreisnarorðræðu yfir -
valda á 18. öldinni, og til þeirra teljast áhrifamestu ritin sem skrifuð voru
um Grænland og Ísland. Því er spurt: Hverju gæti það hafa breytt fyrir
niðurstöðurnar, og jafnvel tímabilaskiptinguna, ef litið væri á þær ímyndir
sem tengjast danska konungsríkinu aðskildar frá þeim staðalímyndum sem
birtast hjá enskum og þýskum ferðalöngum?
II
Mig langar því að fylgja þessu eftir með því að fjalla um skrif Hans egedes
(1686–1758) um Grænland og Niels Horrebows (1712–1760) um Ísland. Báðir
voru fulltrúar Danakonungs og bjuggu á Grænlandi og Íslandi um nokkurra
ára skeið. Doktorsefni getur þess við umfjöllun um rit þeirra að þau séu í
raun ekki ferðalýsingar, frekar búsetulýsingar (egede, bls. 85, Horrebow, bls.
165 og168), og að bæði þessi rit hafi haft mikil áhrif til breytinga á staðal -
ímyndum um Ísland og Grænland (m.a. bls. 132 og 221).
Um egede er fjallað í tengslum við tímabilið 1500–1750 og Horrebow
1750–1850. Aðeins leið þó rúmur áratugur á milli útkomu rita þeirra á frum-
málinu, dönsku. (Rit egedes kom út í þremur bindum á árunum 1734–1743
(bls. 131) og rit Horre bows árið 1752 (bls.165). Aðeins enska útgáfan af riti
egedes er í heimildaskrá bókarinnar, og var hún ekki gefin út fyrr en 1818.)
Í rannsókninni hefur höfundur þó kosið að nýta enskar útgáfur þessara rita
með þeim rökum að þær hafi komið út fljótlega (bls. 131) og orðið útbreidd-
ari á þeirri tungu. ekki er sýnt fram á að dreifing hafi orðið meiri á ensku
útgáfunum, þótt eðli málsins samkvæmt hafi ritin með þeim hætti náð til
Bretlands. ensk útgáfa af riti Horrebows kom vissulega út nokkuð fljótlega,
1758, en ensk útgáfa af riti egedes ekki fyrr en 1818, þ.e. 70–80 árum síðar.
Ljóslega hefur ensk útgáfa af bók egedes því ekki haft útbreiðsluáhrif á
ímyndir evrópubúa fyrir 1750. Þýskar þýðingar komu einnig gjarnan út fyrr
en enskar.
Þessi rit Horrebows og egedes eru sett í sitt samhengið hvort í bókinni,
vegna tímabilaskiptingarinnar um 1750, og sökum mikilla áhrifa þessara
rita hefur sú staðreynd nokkur áhrif á eina af niðurstöðum höfundar, nánar
tiltekið þá að ferðalýsingar hafi haft meira að segja um ímyndir Grænlands
fyrir 1750 en ímyndir Íslands. Þessir tveir höfundar eiga líka ýmislegt sam-
eiginlegt. Tímamót við 1750 miðast, að sögn doktorsefnis, við breytingar á
ímyndum í tengslum við minnkandi áhrif eldri lýsinga á landinu og nýja
sýn í kjölfar könnunarleiðangra. vísindaleiðangrar á seinni hluta 18. aldar-
innar hafi farið að koma fram með nýja sýn sem hafi haft mikil áhrif (bls.
153–154 og 165–167). Þar er Horrebow nefndur einna fyrstur þeirra sem fóru
andmæli154