Saga


Saga - 2015, Blaðsíða 156

Saga - 2015, Blaðsíða 156
sjónarhóli. ein af helstu niðurstöðum rannsóknarinnar er að nauðsynlegt hafi verið að aðgreina yfirlitsritin frá ferðalýsingum. Í flokknum ferðalýsing- um eru hins vegar bæði utanaðkomandi ferðalangar og búsetulýsingar full- trúa konungs. Hinar síðarnefndu eru nátengdar viðreisnarorðræðu yfir - valda á 18. öldinni, og til þeirra teljast áhrifamestu ritin sem skrifuð voru um Grænland og Ísland. Því er spurt: Hverju gæti það hafa breytt fyrir niðurstöðurnar, og jafnvel tímabilaskiptinguna, ef litið væri á þær ímyndir sem tengjast danska konungsríkinu aðskildar frá þeim staðalímyndum sem birtast hjá enskum og þýskum ferðalöngum? II Mig langar því að fylgja þessu eftir með því að fjalla um skrif Hans egedes (1686–1758) um Grænland og Niels Horrebows (1712–1760) um Ísland. Báðir voru fulltrúar Danakonungs og bjuggu á Grænlandi og Íslandi um nokkurra ára skeið. Doktorsefni getur þess við umfjöllun um rit þeirra að þau séu í raun ekki ferðalýsingar, frekar búsetulýsingar (egede, bls. 85, Horrebow, bls. 165 og168), og að bæði þessi rit hafi haft mikil áhrif til breytinga á staðal - ímyndum um Ísland og Grænland (m.a. bls. 132 og 221). Um egede er fjallað í tengslum við tímabilið 1500–1750 og Horrebow 1750–1850. Aðeins leið þó rúmur áratugur á milli útkomu rita þeirra á frum- málinu, dönsku. (Rit egedes kom út í þremur bindum á árunum 1734–1743 (bls. 131) og rit Horre bows árið 1752 (bls.165). Aðeins enska útgáfan af riti egedes er í heimildaskrá bókarinnar, og var hún ekki gefin út fyrr en 1818.) Í rannsókninni hefur höfundur þó kosið að nýta enskar útgáfur þessara rita með þeim rökum að þær hafi komið út fljótlega (bls. 131) og orðið útbreidd- ari á þeirri tungu. ekki er sýnt fram á að dreifing hafi orðið meiri á ensku útgáfunum, þótt eðli málsins samkvæmt hafi ritin með þeim hætti náð til Bretlands. ensk útgáfa af riti Horrebows kom vissulega út nokkuð fljótlega, 1758, en ensk útgáfa af riti egedes ekki fyrr en 1818, þ.e. 70–80 árum síðar. Ljóslega hefur ensk útgáfa af bók egedes því ekki haft útbreiðsluáhrif á ímyndir evrópubúa fyrir 1750. Þýskar þýðingar komu einnig gjarnan út fyrr en enskar. Þessi rit Horrebows og egedes eru sett í sitt samhengið hvort í bókinni, vegna tímabilaskiptingarinnar um 1750, og sökum mikilla áhrifa þessara rita hefur sú staðreynd nokkur áhrif á eina af niðurstöðum höfundar, nánar tiltekið þá að ferðalýsingar hafi haft meira að segja um ímyndir Grænlands fyrir 1750 en ímyndir Íslands. Þessir tveir höfundar eiga líka ýmislegt sam- eiginlegt. Tímamót við 1750 miðast, að sögn doktorsefnis, við breytingar á ímyndum í tengslum við minnkandi áhrif eldri lýsinga á landinu og nýja sýn í kjölfar könnunarleiðangra. vísindaleiðangrar á seinni hluta 18. aldar- innar hafi farið að koma fram með nýja sýn sem hafi haft mikil áhrif (bls. 153–154 og 165–167). Þar er Horrebow nefndur einna fyrstur þeirra sem fóru andmæli154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.