Saga


Saga - 2015, Side 181

Saga - 2015, Side 181
Árni Daníel Júlíusson, JARÐeIGNIR kIRkJUNNAR oG TekJUR AF ÞeIM 1000–1550. Center for Agrarian Historical Dynamics. Reykjavík 2014. 247 bls. Töflur, kort, heimildaskrá. kirkjueignir, eða réttara sagt kirknaeignir, eru heitt umræðuefni bæði nú á dögum og í sögulegu samhengi. 1997–1998 gerðu ríki og þjóðkirkja með sér samkomulag um að ríkið yfirtæki eignarhald á flestum kirknaeignum og sæi um launagreiðslur kirkjulegra starfsmanna eftir því sem samningurinn kveður á um. Í framhaldinu hafa ýmsir gagnrýnt samninginn, haft uppi efa- semdir um hvaða eignir hafi verið um að ræða, spurt um verðgildi þeirra, sem og hvort evangelísk-lúterska þjóðkirkjan geti með réttu gert tilkall til þeirra. Í sögulegu samhengi blasir á hinn bóginn við að kirkjulegar stofn - anir, biskupsstólar, klaustur, staðir (þ.e. jarðir sem í heild voru kirkjueignir) og einstakar kirkjur mynduðu misstórar eignasamsteypur sem margar hverjar voru svo umfangsmiklar að líta má á þær sem efnahagsleg stórveldi í hinu fámenna íslenska bændasamfélagi. Forráðamenn þeirra, biskupar, ábótar og prestar, öðluðust þannig áhrif á hinu veraldlega sviði og að svo miklu leyti sem merkingarbært er að líta á kirkjuna sem samfellda stofnun. Fyrr á tímum var kirkjan sökum þessa mikilvægur þáttur í atvinnu- og efna- hagslífi samfélagsins. Ógerlegt er því að fjalla um t.d. hag- og félagssögu fyrri alda án þess að taka þátt kirkjunnar til athugunar, ekkert síður en þegar um hugarfars- og menningarsögu er að ræða. Bók Árna Daníels Júlíussonar leggur verulegan skerf til aukinnar þekk- ingar á því hvernig eignahöfuðstóll kirkjulegra stofnana þróaðist á miðöld- um og hvernig tekjur stofnananna sveifluðust frá einum tíma til annars. Bók hans snertir einnig þá samtímaumræðu sem drepið var á að því leyti að í lok hennar er eignatilfærslan á siðskiptatímanum túlkuð. Hér framar hefur það komið fram í höndum hverra kirkjulegar eignir voru á miðöldum og raunar allt til upphafs 20. aldar. Það er með öðrum orðum ekki hægt að segja að jarðeignirnar hafi verið í eigu einnar samfelldrar kirkjustofnunar með líka stofnunarlega stöðu og lúterska þjóðkirkjan á okkar dögum. Slík stofnun var í raun og veru ekki til. kirkjurnar í landinu voru raunar tvær þar sem biskupsdæmi landsins voru innbyrðis óháð þótt þau lytu sameiginlegri erlendri yfirstjórn. Þetta kom berlega í ljós um miðja 16. öld, þegar hvor kirkjan tilheyrði sinni kirkjudeild. Skálholtsbiskupsdæmi varð lúterskt 1541 en Hólabiskupsdæmi var kaþólskt til 1551. Þá fóru bisk- upsdæmin hvort um sig ekki með einn samfelldan eignarrétt né áttu þau sameiginlegar eignir. Biskupsstólarnir voru sjálfstæðar eignasamsteypur og rekstrareiningar í höndum biskupa og/eða ráðsmanna þeirra. Þá voru klaustrin sjálfstæðir eignaraðilar. eins og t.d. kemur fram í kaflanum um Þingeyraklaustur gat neistað á milli biskupa og forráðamanna klaustra (bls. 46–47). Þá voru kirkjustaðirnir einnig sjálfstæðar rekstrareiningar hver um ritdómar 179
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.