Saga - 2017, Page 79
Í seinni hluta greinarinnar verða aðferðir samtvinnunar heim-
færðar upp á íslenska fortíð. Einblínt verður á fyrstu áratugi 20.
aldar þegar konur höfðu nýlega fengið kosningarétt. Lykilgögn
rann sóknarinnar eru annars vegar kjörskrá Reykvíkinga fyrir al -
þingis kosningar 21. október 1916, en hún hefur þá sérstöðu að dálk-
ur fyrir athugasemdir hefur verið vandlega fylltur út. Hins vegar
eru notaðar Skýrslur um fátækraframfæri í Reykjavík 1910–1925. Loks
verða skoðuð ævibrot tveggja kvenna eins og þau birtast í skjala-
safninu Þurfamannaævir. Öll þessi gögn eru varðveitt á Borgar -
skjala safni Reykjavíkur. Við samlestur þeirra opnuðust nýjar og
óvæntar gáttir en saman bera þau vitni um takmarkanir kosninga-
réttarins og hvernig samtvinnun ólíkra félagsbundinna þátta gat
mótað aðstöðu fólks í samfélaginu og skert mannréttindi þess.
Við upphaf rannsóknarinnar blasti við að skoða samtvinnun
kyngervis, aldurs og stéttar því með útvíkkun kosningaréttarins árið
1915 var aldurstakmark nýrra kjósenda, þ.e. allra kvenna og vinnu-
manna, takmarkað við 40 ára aldur. Sú aldursmismunun var felld
niður árið 1920. Stéttarstaða hélt þó velli sem lykilbreyta er tak-
markað gat borgaraleg réttindi, en allt til ársins 1934 missti fólk sem
skuldaði þeginn sveitarstyrk bæði kosningarétt og kjörgengi. Þegar
rýnt var í rannsóknargögnin komu fram fleiri þættir og í ljós kom
að kyngervi, hjúskaparstaða, ómegð, aldur og heilsufar voru sam -
tvinn aðir þættir sem ítrekað mótuðu stéttarstöðu fólks og þar með
möguleika þess á virkri þátttöku sem pólitískir þegnar og gerendur
í samfélaginu. Allt töldust þetta þó maklegar ástæður en í ríkjandi
orð ræðu yfirvalda var greinarmunur gerður á „maklegum“ og „ómak -
legum“ þurfamönnum. kastljósinu hér verður sérstaklega beint að
fyrri hópnum, það er konum sem neyddust til þess að þiggja
sveitar styrk, vegna langvarandi eða tímabundinna erfiðleika sem
tengdust veikindum, makamissi eða barnafjölda, og voru fyrir vikið
sviptar hinum nýfengna kosningarétti.6
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 77
6 Í greininni er fjallað um ýmsa jaðarsetta hópa í nútíð og fortíð og því skiptir máli
að vanda orðaval. Í fyrri hlutanum, þar sem fjallað er um uppruna samtvinnun-
arhugtaksins, er ítrekað rætt um kynþátt (e. race) og í því samhengi er talað um
svart fólk (konur og karla). Á einum stað er hugtakið blökkukona þó notað en
þar er fjallað um 19. aldar baráttukonuna Sojourner Truth. Þá er í eitt skipti talað
um „konur sem ekki tilheyrðu hinum hvíta meirihluta“ en sá frasi er notaður til
þess að ná yfir þann breiða hóp kvenna sem á ensku eru kallaðar „women of
color“. Í seinni hluta greinarinnar, þar sem aðferðir samtvinnunar eru heim-
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 77