Saga - 2017, Side 164
itage“, er því haldið fram að rangt sé að einblína á torfið sem óstöð -
ugt byggingarefni. Nær sé að líta á kosti þess, til dæmis með tilliti
til umhverfis og fagurfræði, og einangrunargildið. Hann segir að allt
efni sé forgengilegt og hrörnun einungis spurning um tíma.
Tæpast fer samt milli mála að langur líftími byggingarefna er
almennt talinn eftirsóknarverður, en má þá ætla að torfið hafi í raun
og veru kosti umfram önnur byggingarefni, jafnvel yfirburði, sem
geri alla umræðu um galla — meinta sem sannanlega — léttvæga?
Varla er fagurfræði torfhússins þess eðlis að ekki megi byggja jafn-
fagurt hús úr öðrum efnum og ekki skortir einangrunarefni sem
uppfylla allar einangrunarkröfur.
Rétt er það að málsmetandi menn hafa tekið afstöðu gegn torf-
bænum og farið um hann niðrandi orðum. Þar má nefna skrif Guð -
mundar Hannessonar, fyrrverandi landlæknis, sem oft er vitnað
til.47 Sigurjón Baldur og Marta Jóhannesdóttir bæta þar nokkru við
og sýna fram á að yfirvöld hafi með skipulögðum hætti staðið að
útrýmingu torfbæjarins á síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrri
hluta tuttugustu aldar. Afstaða og orðræða yfirvalda byggðist á því
að torfbærinn væri heilsuspillandi húsnæði sem heyrði fortíðinni
til. Hann endurspeglaði menningarstig sem stæði langt að baki því
sem gerðist hjá nálægum þjóðum. Valdinu var beitt óbeint þar sem
lagt var til að heilsuspillandi húsnæði í bæjum og kauptúnum væri
út rýmt en þess í stað gefinn kostur á opinberum stuðningi við
vand aðar íbúðarhúsabyggingar. Dæmi voru einnig um beina íhlut-
un, til að mynda á Ísafirði þar sem byggingarnefnd lagði bann við
bygg ingu torfhúsa svo snemma sem 1873.48 Eflaust hefur afstaða
yfirvalda flýtt ferlinu og skipað torfbænum skör lægra en hæfir
menningararfi sem á erindi á heimsminjaskrá UNESCO. Hinsvegar
má draga í efa að hann hefði haldið velli sem aðalhúsakynni
almenn ings öllu lengur en hann gerði, þótt yfirvöld hefðu látið
kyrrt liggja. Í boði voru ný byggingarefni og nýjar aðferðir sem nota
mátti til þess að bæta raunverulega galla. Sé litið til lengri framtíðar
virðist aðlögun torfbæjar að síbreytilegum lífsháttum ekkert
áhlaupaverk, a.m.k. ekki ef búa ætti hann öllum þeim tækjum, tól-
um og húsgögnum sem nútímamaðurinn telur sig þurfa, án þess að
gunnar sveinbjörn óskarsson162
47 Guðmundur Hannesson, „Maður horfðu þér nær — liggur í götunni steinn,“
Bjarki 20. og 27. apríl 1899, bls. 57 og 61.
48 Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Marta Jóhannesdóttir, „Moldargreni og
menningararfur“, bls. 199–203.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 162