Saga


Saga - 2017, Page 179

Saga - 2017, Page 179
vísindum, einkum þar sem niðurstöður rannsóknarinnar um þetta atriði (þ.e. framfarir í læknavísindum) eru talsvert á skjön við flestar rannsóknir undanfarinna áratuga um sama efni. Umfjöllun um ljósfeður, þ.e. ómenntaða karla sem fengust við fæðing- arhjálp, verður að teljast helsta nýmælið í ritgerðinni. Höfundur hefur þannig á grundvelli margvíslegra heimilda safnað upplýsingum um rúm - lega fimmtíu karla sem komu að fæðingarhjálp á rannsóknartímabilinu. Umfjöllun um þessa einstaklinga einskorðast að mestu við fjórða kafla rit- gerðarinnar („yfirsetumenn/ljósfeður á Íslandi“) og í viðauka er birt tafla yfir þá með upplýsingum um búsetu, starf, hjúskaparstöðu og ýmis önnur atriði sem tengjast aðkomu þeirra að fæðingarhjálp. Eins og vænta mátti voru flestir ljósfeður bændur en allnokkrir þeirra voru úr prestastétt. Flestir þeirra ljósfeðra sem greint er frá í ritgerðinni störfuðu á Norður - landi (32) og Vestfjörðum (átta) en í öðrum sýslum landsins voru ljósfeður örfáir (13 samtals). Höfundur gerir ekki tilraun til að skýra eða ræða ástæð - ur þess að munur var milli landshluta á fjölda ljósfeðra. Stafar munurinn af heimildum, sem leitað var í, eða liggja aðrar ástæður að baki þessum mis- mun? Það vekur óneitanlega athygli að flestir ljósfeður virðast einmitt vera í þeim sýslum þar sem alþýðulæknar (sem oft gengu undir heitinu skottu- læknar) voru margir og þar sem barátta landlæknis við skottulæknana var hvað hatrömmust. Um þetta atriði hefði mátt vísa í læknaskýrslur, sem eru einn af meginheimildaflokkum höfundar, en einnig í prófritgerðir Sigríðar Svönu Pétursdóttur. Áhugavert er að nokkra þeirra ljósfeðra sem greint er frá í ritgerð Erlu Dórisar er einnig að finna í rannsókn Sigríðar Svönu. Erla Dóris ræðir þó ekki mögulega skörun á milli verksviðs ljósfeðra og skottu- lækna en slíkt hefði verið ákjósanlegt í ljósi þess að nokkrir ljósfeður hið minnsta voru af heilbrigðisyfirvöldum skilgreindir sem skottulæknar og einnig vegna þess að báðir þessir hópar störfuðu utan hins viðurkennda heilbrigðiskerfis. Þeir sem hafa fylgst með rannsóknum Erlu Dórisar undanfarinn áratug vita að hún hefur unnið ötullega að því að safna upplýsingum um ómennt - aða (þ.e. ekki læknismenntaða) karla sem komu að fæðingum. Það væri ósk- andi að hún hefði gert meira úr þessum þætti í ritgerðinni. Ef til vill hefði mátt fylgja þessum körlum eftir í heimildum (t.a.m. í kirkjubókum og sókn- armannatölum) og skoða lífshlaup þeirra til hlítar. Oft störfuðu þeir við hlið yfirsetukvenna (stundum sem eiginmenn þeirra eða feður). Má sjá af heim- ildum hvað réð því hvort ljósfaðir eða ljósmóðir tók á móti barni? Voru lífs- líkur barnanna eða sængurkvennanna mismunandi eftir því hvort ljósfaðir kom að fæðingunni eða ljósmóðir? Í ritgerðinni beitir Erla Dóris hugtakinu kyngervi til að greina hvers vegna karlar „gengu inn í kvennaheim“ og aðstoðuðu konur í barnsnauð. Nokkrar áhugaverðar lýsingar á persónulegu atgervi og mannkostum ljós - feðra er að finna í ritgerðinni, svo og á viðhorfum lækna til þessara karla. andmæli 177 Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 177
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.